Stóra V-12 vél BMW að hætta í framleiðslu

BMW mun stöðva framleiðslu V-12 vélar sinnar í sumar – en þar með lýkur þriggja áratuga ferli.

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið þekktur fyrir að búa toppgerðir bíla sinna með öflugum V-12 vélum, sem bæði eru snarpar og hljóðlátar.

Sá sem þetta skrifar var eitt sinn staddur í Munchen á ráðstefnu dagblaðaútgefenda. Samtímis var Oktoberfest að klárast í bænum, kallinn sjálfur varð fimmtugur, og síðast en ekki síst var BMW að frumsýna nýja 7-línu.

Það hafði svo talast til milli mín og söluaðila BMW hér á Íslandi að mín myndi bíða „gott eintak“ af þessum BMW 7-bíl til reynsluaksturs þegar ég kæmi til Munchen, og það stóð heima: Þegar ég bankaði upp á í aðalstöðvum BMW daginn eftir fimmtugsafmælið þá beið mín þessi líka fína „sjöa“ – sjálfskipt með 5.4 lítra M73B54 V12-vél – 322 hestöfl.

Bílnum voru gerð ágæt skil á nokkrum dögum á þessu hausti 1994, en eftirminnilegust er ökuferð að kvöldi til suður frá Munchen til Rosenheim, tæplega 70 km leið eftir hraðbraut, og á þeirri leið var kafli sem hægt var að spretta úr spori.

Og það var svo sannarlega gert; bæði hraðamælir og snúningshraðamælir fóru á stærri og stærri tölu, og loks þegar var slegið af á þessu „flugtaksbruni“ var hraðinn kominn í 195 km/klst – en það fannst ekki meira fyrir honum en svo að maður væri á 90 km á Keflavíkurveginum!

image

En núna kveður V-12 vélin

Í aðgerð sem engum ætti að koma á óvart á upphafsöld raforku, er BMW að sleppa eyðslusamri V-12 vél sinni.

Þessi kraftmikla V-12 vél hefur verið á toppi vélaframboðs BMW, í áliti, sléttleika og fágun.

image

Síðasta V12 serían er byggð á M760i xDrive, hér að ofan.

En eftirspurn eftir bensínhákunum hefur dregist saman þar sem neytendur leita eftir kostnaðar- og orkusparandi vélbúnaði. Ríkisstjórnir frá Kanada til Kína hvetja bílaframleiðendur til að koma fram með grænni bílaflota með strangari reglum um losun.

Í þeim heimi eiga kostir V-12 við fágun og glæsileg afköst ekki lengur við, sagði Ed Kim, forseti AutoPacific.

„Þegar BMW og framleiðendur annarra gæðamerkja leggja áherslu á rafbílaframleiðslu þá gildir það líka um verkfræði- og fjármálahlið framleiðslunnar,“ sagði Kim. „V-12 vélin á sér bæði ríka sögu og arfleifð, en nýjustu aflrásirnar í bestu rafbílunum gera þetta allt að minjagrip úr fyrndinni.“

Hraður vöxtur rafbíla framundan

Búist er við að markaðshlutdeild rafbíla í Bandaríkjunum hækki úr um 2,5 prósentum í dag í 26 prósent árið 2030, samkvæmt spá Guidehouse Insights. Bílaframleiðendur hyggjast koma með meira en 60 nýjar rafhlöðurafknúnar gerðir til Norður-Ameríku fyrir árið 2025.

Bílarnir, byggðir á BMW M760i xDrive, eru knúnir af tveggja túrbó 6,6 lítra V-12 vél sem skilar 601 hestafli og 0 til 60 mílna hraða upp á 3,6 sekúndur.

Þeir verða með „V12“ merki, 20 tommu álfelgum með tvöföldum örmum, og annan búnað og tæki til að gera bílana áberandi.

(frétt á Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is