Sixt í Evrópu kaupir 100.000 rafbíla frá BYD

Samningurinn við Sixt er sóknarfæri fyrir kínverska rafbílaframleiðandann BYD, sem leitast við að ná fótfestu í sölu rafbíla á mörkuðum í Evrópu, þar á meðal Þýskalandi.

Rafbílaframleiðandinn BYD í Kína er á fullri ferð að koma sér inn á rafbílmarkaðinn í Evrópu.

Hér á landi er Vatt, dótturfyrirtæki Suzuki, þegar byrjað að selja sendibíla frá BYD og sala á fólksbílum er væntanleg hér líka, en eins og við höfum áður fjallað um þá áætlar BYD af hefja sölu á þremur nýjum gerðum fólksbíla: Atto 3 litlum crossover, Tang stærri fjölnotajeppa, og Han stórum fólksbíl. Afhending hefst undir lok ársins.

image

BYD – Tang, Han og Atto 3 munu koma á Evrópumarkað á síðasta ársfjórðungi 2022

100.000 rafbílar frá BYD til Sixt

Samkvæmt frétt frá Reuters á vef Automotive News Europe mun bílaleigan Sixt kaupa um 100.000 rafknúin farartæki frá BYD í Kína samkvæmt samstarfssamningi sem fyrirtækin tvö hafa undirritað.

Sixt hefur einnig samþykkt að kaupa um 100.000 rafbíla til viðbótar fyrir árið 2028, bætti fyrirtækið við.

image

Sixt mun leigja evrópskum viðskiptavinum litla jepplinginn BYD Atto 2022.

Sixt sagði að það yrði fyrsta bílaleigufyrirtækið í Evrópu til að bjóða BYD bíla. Fyrsta gerðin sem leigutökum mun standa til boða verður BYD Atto, rafknúninn jepplingur.

Sixt mun hefja að bjóða BYD bíla til leigu í Evrópu í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og Bretlandi.

Að auki hafa BYD og Sixt samþykkt að kanna tækifæri til samstarfs á ýmsum svæðum í heiminum, að því er segir í tilkynningunni.

(frétt á vef Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is