„Drullaðu þér í burtu,“ sagði guttinn í „umferðinni“ á leikskólalóðinni. Manstu eftir þessu? Myndbandið sem hér er vísað til birtist árið 2005 og var liður í auglýsingaherferð Umferðarstofu. Markmið herferðarinnar var að vekja fólk til umhugsunar um eigin hegðun í umferðinni. Í auglýsingunum sáust börn hafa eftir hegðun sem þau öpuðu upp eftir foreldrunum.

Ekki voru allir hrifnir af framsetningu Umferðarstofu og bentu einhverjir á að drengurinn, síðar í meðfylgjandi myndbandi, væri ekki í barnabílstól.

Hvernig sem það nú var man undirrituð vel eftir auglýsingunum og í mínu tilviki komst boðskapurinn til skila. Ætli guttinn í myndbandinu sé ekki kominn með bílpróf í dag? Hann stóð sig alla vega með eindæmum vel í auglýsingunni, í hlutverki „orðljóta“ unga mannsins.


Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is