Heimsfrumsýning á ID.Buzz

Nýtt „rúgbrauð“ eða „Bulli“ eins og bíllinn er kallaður heima í Þýskalandi frumsýndur fyrir alrafmagnaða framtíð:

Volkswagen fólksbílar og Volkswagen atvinnubílar heimsfrumsýndu ID.Buzz og ID.Buzz Cargo á miðvikudaginn í Hamborg. Hafa bílarnir vakið mikla athygli enda kemur ekki nýtt rúgbrauð á hverjum degi!

ID.Buzz kemur með nýjasta ID. hugbúnaðinn og setur ný gildi í sínum flokki með nýjustu kerfum og aðgerðum fyrir öryggi, þægindi og hleðslu.

Á heimasíðu VW er vitnað í Ralf Brandstätter, stjórnarformann Volkswagen fólksbíla: „ID.Buzz er ósvikið tákn fyrir tíma rafmagnsins. Bíll sem aðeins Volkswagen getur smíðað. Á fimmta áratugnum stóð Volkswagen „Bulli“ („rúgbrauðið“) fyrir nýja tilfinningu um frelsi í bílum, sjálfstæði og miklar tilfinningar.

image

Carsten Intra, stjórnarformaður Volkswagen atvinnubíla, bætir við: „Báðar útgáfur af ID.Buzz eru brautryðjendur hvað sjálfbærni varðar: Framleiðsla þeirra og flutningar hafa kolefnishlutlaust fótspor.

Rafmagnaður „Bulli“ er því einnig hluti af framtíðarsamgöngum í borginni.“

image
image
image
image

Nokkur helstu atriði nýja bílsins

    • Hönnun: ID.Buzz flytur sjö áratuga þekkingu Bulli inn á tímum hugbúnaðar og stafrænnar væðingar
    • Hugbúnaður: Nýjasta útgáfan færir nýjustu aðstoðarkerfi eins og „Travel Assist með kvikgögnum“ og sjálfvirk bílastæði á svið
    • Hleðsla: „Plug & Charge“ tækni gerir hleðslu á ferð mögulega með allt að 170 kW
    • Orkugeymsla: Tvíátta hleðsla (Vehicle-to-Home) gerir samþættingu ID.Buzz inn í orkukerfi heimilisins mögulega
    • Innra rými: Í ID.Buzz er pláss fyrir fimm manns og 1.121 lítra af farangri – og í Cargo útgáfu er rúmast tvö vörubretti
    • Markaðssetning: Í haust í Evrópu. Í sumum löndum verður hægt að leggja inn pantanir í maí

image
image

Volkswagen ID. Buzz fjölnotabíllinn vekur Type 2 húsbílinn aftur til lífsins

Vefur Auto Express fjallar um frumsýninguna á ID.Buzz og þar segir Dean Gibson: Önnur ný gerð hefur bæst við ID. rafmagnslínuna frá Volkswagen í formi VW ID. Buzz.

image
image

Þar sem bíllinn notar sömu drifrás og ID.3, er ID.Buzz með 201 hestafla rafmótor sem knýr afturhjólin, en rafhlaða með 77kWh af nothæfri afkastagetu er einnig til staðar.

VW hefur enn ekki staðfest akstursdrægni fyrir ID. Buzz, en við myndum búast við drægni upp á um 400 km.

image

Hægt að hlaða 80% á 30 mínútum

Það er 170kW hleðsla um borð, þannig að hægt er að hlaða rafhlöðuna frá 5 til 80 prósent af afkastagetu á 30 mínútum frá nógu öflugri DC-hleðslu.

Framleiðsluútgáfa ID.Buzz er að mestu óbreytt frá hugmyndunum sem kynntar voru 2017.

image
image

Það eru smáatriðin sem gera þennan bíl öðruvísi.

Það eru mjó LED framljós að framan með ljósastiku sem teygir sig á milli þeirra til að tengjast stóra VW merkinu í miðjunni, en neðar er möskvagrill fyrir neðri loftinntökin. Hliðarhurðir eru rennihurðir en á öftustu bitunum eru þrjú lárétt strik.

image

Á heildina litið er ID. Buzz tiltölulega fyrirferðarlítill. Hann er 4.712 mm langur og er 192 mm styttri en T6 Caravelle, en hjólhafið er 2.988 mm, sem er nánast eins og T6. Þetta hjálpar til við að hámarka farþegarýmið, en á meðan hugmyndabílarnir í upphafi voru með renni- og snúningssætum, er ID.Buzz er með hefðbundnu fimm sæta skipulagi í 2-3 stillingum.

Afturbekkurinn skiptist 60:40 og rennur til að hámarka fóta- eða farangursrýmið, og það er gríðarlegt 1.121 lítra farangursrými í fimm sæta stillingu.

Leggðu afturbekkinn niður og þá eru að hámarki 2.205 lítrar í boði.

image
image

Ef tvítóna ytra byrði er valið þá er farþegarýmið með sama litaþema, þó við verðum að bíða og sjá hversu auðvelt það verður að halda hvítu stýrinu og áklæðinu fallegu.

Ekkert leður og efni úr endurunnu plasti

Leðuráklæði hafa nú kvatt og er ekkert leður að finna í farþegarýminu. Ysta lag stýrisins er vafið úr endurunnu gerviefni en teppin og sætisáklæði eru úr endurunnu plasti.

image
image

Það er nóg af tækni um borð í ID.Buzz, og mest af tækninni kemur frá ID.3 og ID.4. Þar má nefna 5,4 tommu ökumannsskjár, en 10 eða 12 tommu snertiskjár fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi er miðsvæðis á mælaborðinu.

image

Framleiðsla hefst síðar á árinu

Framleiðsla á ID. Buzz hefst síðar á þessu ári, og verða fyrstu bílar afhentir í haust. Verð og allar helstu upplýsingar verða kynntar þegar nær dregur.

image

(byggt á vefsíðu Volkswagen og síðu Auto Express – myndir frá Volkswagen)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is