„The snow must go on,“ segja þeir í Austurríki sem svellkaldir halda árlega GP Ice Race og hafa gert í rúm 40 ár. Viðburðurinn hefur laðað að um 10.000 gesti en í fyrra og í ár voru engir áhorfendur á staðnum. Þetta var bara á netinu. Fúlt en ekki eins kalt samt…

image

Það er nú ekki oft sem þessi, það er að segja bíllinn, fær að fara út! DKW Hartmann Formel V og ökumaðurinn Harald Demuth. Audi Communications Motorsport / Michael Kunkel

Við höfum aðeins fjallað um þetta áður og eru hlekkir hér neðst í greininni.

image

Ken Block, stendur kyrr rétt á meðan Kunkel smellir af. Audi Communications Motorsport / Michael Kunkel

Nú eru það þeir Ken Block, Bandaríkjamaðurinn sem hvorki getur verið kyrr né kærir sig um það, og Mattias Ekström, sænski prófunar- og alls konar ökumaðurinn, sem við beinum sjónum okkar að.

Þeir óku í snjó og ís í Zell am See í Austurríki á ýmsum fínum græjum frá Audi og eiginlega tala myndirnar, sem Audi Motorsport sótti í framköllun í morgun, já þær tala sínu máli. Allar eru þær teknar af ljósmyndaranum með skemmtilega eftirnafnið; Michael Kunkel.

image

DKW Hartmann Formel V, Audi quattro Rallye A2 Gruppe B (keppt á þessum í Finnlandi árið 1983), DKW F91

image

Frank Stippler við DKW F91. Audi Communications Motorsport / Michael Kunkel

image

​​Ken Block hlær í betri bíl. Bíllinn er Audi quattro Rallye A2 Gruppe B

image

Frank Stippler, Harald Demuth, Mattias Ekström, Julius Seebach

image
image
image
image

Mattias Ekström ekur Audi RS Q e-tron

image
image

Kátur Ken Block sem veit að hann fær að aka þessum merkilega bíl eftir örskamma stund.

Hér eru nokkrar tengdar greinar sem þú gætir haft áhuga á:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is