Sjálf er ég mikill „plötuspilari“. Það er að segja manneskja sem hefur gaman af að setja góða plötu á fóninn. Þó hef ég enn ekki gerst svo fræg að eiga bílaplötuspilara. Þeir urðu kannski ekkert svakalega vinsælir hér á landi en vissulega voru þeir til.

image

image

George Harrison brasar við spilarann

Virkuðu þokkalega

Mig minnir að pabbi hafi sagt að bílaplötuspilarinn hans hafi virkað ágætlega. Lítið hafi verið um hökt og nálarhopp, en hljómgæðin í græjunum verið fremur slök. Minnir mig.

Einhverja kagga var víst hægt að kaupa með innbyggðum spilurum og í Bandaríkjunum kom  „Highway Hi-Fi“ spilarinn fyrstur og fékkst hann sem aukabúnaður t.d. Í 1956 árgerðum af ákveðnum gerðum Chrysler, Desoto, Dodge, og Plymouth.

image

 „Highway Hi-Fi“ spilarinn

Annars var algengara að fólk keypti bílaplötuspilara sem var með innbyggðan hátalara eða sem tengdur var við græjur bílsins.

Athyglin oft á plötuspilaranum

Það er kannski ekkert undarlegt að  athygli ökumanna hafi beinst að bílaplötuspilaranum því á 45 snúninga plötu voru nú yfirleitt aðeins tvö lög á hvorri hlið og því nóg að gera við að snúa plötum og skipta.

image

Auglýsing fyrir bílaplötuspilarann

Árið 1960 kom sniðugt tæki á markað: RCA Victrola sem raða mátti 14 plötum í og sá tækið um skemmtunina og bílstjórinn fylgdist með veginum.

image

Skjáskot af eBay

Tengt efni: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is