Nýr Lexus IS er með nýtt yfirbragð, nýja tækni og endurbættan undirvagn

    • Bíllinn er mjög uppfærður en situr að mestu á sama grunni áfram og notar sömu vélar.
    • Verður ekki seldur í Evrópu

image

Lexus frumsýndi 2021 árgerð Lexus IS sem ítarlega uppfærða útgáfu bílnum mánudaginn 15. júní.

image

Þótt bíllinn verði ekki seldur í Evrópu – og þá ekki hér á landi, þótti okkur alveg við hæfi að sýna þennan nýja bíl hér á vefnum okkar.

image

Ný hönnun að utan

Nýi IS er með endurhönnun að utan innblásin af útliti Lexus ES. Hann er 30 mm lengri og 30 mm breiðari en forveri hans, með stærri hjólskálar til að rúma stærri valkosti á 19 tommu felgum.

image

Ný þriggja geisla LED aðalljós eru fáanleg, sitja inni í endurhönnuðum þyrpingum, en hallandi hliðarbiti afturhluta og lækkaður afturendi eru sameinaðir í nýju afturljósi sem nær yfir alla breidd afturhlutans. Fimm nýir málningarlitir eru einnig í boði.

image

Minni breyting að innan en ný tækni

Innra skipulag verður kunnuglegt meðal ökumanna núverandi Lexus gerða, en tæknin hefur verið uppfærð í nýja IS. Grunngerðir eru með nýjan 8,0 tommu snertiskjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem hefur verið færður 7,5 cm nær ökumanninum, en gerðir með kerfi með akstursleiðbeiningum með 10,3 tommu snertiskjá. Báðar gerðir eru nú með Apple CarPlay, Android Auto og Amazon Alexa samþættingu sem staðalbúnað.

image

Mark Levinson hljóðkerfið er einnig endurbætt og er með 17 hátalara og samtals 1800 wött.

Öryggisaðstoðartækni er einnig aukin, með fjölda nýrra eiginleika. Nýtt snjallsímaforrit gerir ökumanni einnig kleift að hafa samskipti við bílinn á marga vegu.

Svipaðar drifrásir og í eldri bílnum

Drifrásir eru í meginatriðum svipaðar tækniforskriftum sem voru í eldri bílunum á Bandaríkjamarkaði. Grunnútgáfa Lexus IS er með 238 hestafla 2.0 lítra túrbóbensínvél, að auki eru tvær vélar, 3,5 lítra V6 sem eru 256 hestöfl og 307 hestöfl.

Endurbætur á undirvagni

Lexus leggur áherslur á endurbætur á undirvagni IS, sem unnar voru af japönskum verkfræðingum vörumerkisins. Stífni yfirbygginar hefur verið aukinn til að bæta hávaða og akstursþægindi, en fjöðrunin hefur verið endurhönnuð til að mæta stærri vali á felgum og hjólbörðum.

image

Þrátt fyrir þetta er sagt að heildarþyngd verði minni, með 20% léttari gormafjöðrum og léttari efnum, þ.mt styrktu áli, fyrir aðra íhluti. Að lokum er því haldið fram að nýir höggdeyfar með sveiflustýringu með hraðalokum veiti stöðugari svörun og aukin aksturgæði.

Núverandi IS verður hægt að panta áfram í Bretlandi og mun líklega vera hægt að gera það í nokkurn tíma að sögn Autocar, þar til nýi bíllinn verður til sölu í Bandaríkjunum og öðrum mörkuðum síðar á þessu ári, en það skal áréttað enn einu sinni að bíllinn verðu ekki til sölu í Evrópu, hið minnsta ekki í bráð.

(byggt á frétt á vef Autocar - myndir frá Lexus)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is