Gleymdir en ekki grafnir

Við höfum fjallað áður um bílana sem féllu í gleymsku austur á Héraði. Í dag voru nokkrir “gullmolar” boðnir til sölu á Fésbókinni. Í þessu holli erum við að tala um eitt stykki Trabant sem muna má fífil sinn fegurri, tvo ameríska pallbíla og nokkra aðra sem eflaust væri gaman að gera upp.

image

Reyndar hefðum við hjá Bílabloggi mest gaman að því að heyra um sögu þessara bíla ef einhver þekkir hana. Við bjóðum þeim aðila einkaviðtal.

image

Bílarnir eru auglýstir á Fésbókarsíðunni Fornbílar og tæki til sölu. Þarna má sjá nokkra gerðarlega bíla eins og Bedford flutningabíl sem síðast fékk skoðun árið 1986 en bíllinn var áður í eigu Kaupfélags Árnesinga.

image

Einnig má sjá þarna Ford D. 800 árgerð 1966 en fyrsti eigandi þess bíls var Gunnlaugur Sigurðsson vörubílstjóri á Egilsstöðum. Síðan var bíllinn í eigu Verslunarfélags Austurlands.

image

Auðvitað er lykilatriði að gera svona kagga upp. Vonandi finnast einhverjir handlagnir sem eru tilbúnir að takast á við það mikla verk. Og vonandi semst mönnum um verðið. Ætla má að virði gripanna verði meira eftir því sem lengra líður á endurgerð bílanna en fyrir hana.

image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is