Þann 26. febrúar var flutningabíl ekið inn á brú, nánar tiltekið þá brú sem liggur yfir Charles River í Weston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Ekki ók bílstjórinn samt yfir brúna…

Einhvern veginn skiptir hvorki póstur né pakkar máli í hinu stóra samhengi en farmurinn sem þessi vörubíll hafði að geyma var nefnilega póstur. Núna sennilega blautur póstur og blautir pakkar.

Hvað sem pósti, pökkum og almennum sendingum líður þá er hreint út sagt stórkostlegt að bílstjóri flutningabílsins hafi ekki slasast í þessu agalega óhappi. Hann meira að segja svamlaði út úr bílflakinu og var nokkuð vel á sig kominn þegar bráðaliðar komu á staðinn.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is