Kia sækir fram á markaði rafbíla

    • Kia mun setja sjö nýja rafbíla sem nota rafhlöður eingöngu á markað fyrir árið 2027 og eiga þeir fyrst að koma fram á næsta ári
    • Kia staðfestir hraðvirka rafvæðingaráætlun; gerir ráð fyrir að rafbílar verði 25% af sölunni árið 2029

image

Kia sýndi teikningar af sjö rafbílum við kynninguna.

Sókn Kia á markaði rafknúinna ökutækja sem eingöngu nota rafhlöður hefur verið aukin með staðfestingu sjö rafmagnsgerða sem munu koma fyrir árið 2027.

Þessi „fjölbreytta“ lína farartækja mun innihalda gerðir í nokkrum flokkum ökutækja, fullyrðir kóreska fyrirtækið. Fyrsta gerðin sást í felulitum fyrr á þessu ári og náðist á mynd hjá ljósmyndurum Autocar.

image

Þessi bíll mun vera fyrsti rafbíllinn af sjö sem Kia mun senda frá sér á næstunni, en ljósmyndarar Autocar náðu honum á mynd í felulitum fyrr á árinu.

Áætlunin um sjö sérstaka rafbíla stækkar áætlun Kia, sem áður hafði verið kynnt sem áætlun S, sem mun leiða til þess að Kia verður með 11 rafbíla (sum sem afbrigði af núverandi gerðum) í sölu á næstu fimm árum.

„Kia hefur selt meira en 100.000 rafbíla sem eingöngu nota rafhlöður um allan heim síðan kynning á fyrsta fjöldaframleidda rafbílnum af þessari gerð okkar var árið 2011, Kia Ray EV,“ sagði Ho Sung Song, aðalstjórnandi Kia við kynninguna. „Með því að einbeita okkur að rafvæðingu á ný miðum við að rafbíla sem nota eingöngu rafhlöður verði 25% af heildarsölu okkar um 2029.“

Á „háþróuðum mörkuðum“ rafbíla, svo sem Kóreu, Norður-Ameríku og Evrópu, er spáð að sú tala verði um 20% árið 2025.

Þó að sérstök atriði fyrir hverja gerð rafbílanna séu ekki nákvæm, sagði Kia í yfirlýsingu sinni að það muni „bregðast við kröfum markaðarins með því að bjóða upp á fjölbreyttar vörutegundir, með ýmsum gerðum sem henta fyrir þéttbýli, langferðalög og sportlegan akstur“. Teikning sem notuð var við kynninguna sýnir allar gerðirnar (hér að ofan) sýnir að „áherslan er á „crossover“ og sportjeppa.

Flestir bílanna verða byggðir á nýjum „Electric-Global Modular“ grunni (E-GMP), með fullyrðingum um „besta rými fyrir farþega“ í hverjum.

Kia er einnig að „kanna gerð“ áskriftarþjónustu, eins og hjá Volvo, ásamt rafhlöðuleigu og leiguáætlunum. Vörumerkið mun auka við þjónustuatriði og viðhaldsstöðvar hjá söluumboðum rafbíla á heimsvísu líka.

Innviðir fyrir hleðslu er einnig nokkuð sem Kia og víðtækari Hyundai Motor Group munu fjárfesta í. Í Evrópu verða settar upp yfir 2400 hleðslustöðvar frá Kia hjá söluumboðum og áætlanir eru um að hraða þeim í takt við markaðinn.

(frétt á Autocar)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is