Það er alltaf gaman þegar fólk segir eitthvað gáfulegt, svo ekki sé talað um þegar það er bæði fyndið og gáfulegt. Þetta tvennt getur farið saman en hér eru dæmi um fleyg orð af vörum „bílakónga“ á borð við Henry Ford og Enzo Ferrari.

image

Elon Musk árið 2011. Ljósmynd/Wikipedia

Og annað „teslað“:

Karlarnir sem ekki voru á Twitter

Henry Ford (1863 - 1947)

image

Henry Ford.

Henry Ford sagði margt sniðugt og hér er eitt sem á sér dálitla sögu en best eru orðin ef skýringunni er sleppt. Þetta stendur þá eftir: „Viðskiptavinir geta keypt sér bíl í hvaða lit sem er, svo framarlega sem bíllinn er svartur.“

image

Henry Ford árið 1919.

„Ég fann ekkert upp. Ég einfaldlega setti saman eitt og annað sem aðrir hafa hafa uppgötvað í gegnum tíðina.“

image

Henry Ford og frú á fyrsta ökutækinu þeirra (Quadricycle). Ford setti „eitt og annað“ saman og framhaldið þekkjum við. Myndir/Wikipedia

„Einföldustu hlutirnir eru bestir, hvort sem um bíla er að ræða, mataræði eða lífsspeki.“

Enzo Ferrari (1898 - 1988)

image

Enzo Ferrari. Ljósmynd/Wikipedia

„Loftaflfræði er fyrir þá sem ekki kunna að smíða vélar,“ sagði Enzo Ferrari en hann var víst nokkuð skammsýnn stundum skilst manni.

„Ég sel ekki bíla heldur vélar. Yfirbyggingin fylgir með því eitthvað þarf að halda vélinni á sínum stað.“

image

Enzo Ferrari. Mynd/Wikipedia

„Kappakstursbílar eru hvorki fallegir né ljótir. Þeir verða fallegir þegar þeir sigra.“

„Það sem er fyrir aftan þig skiptir ekki máli.“

Og eitt að lokum:

Ettore Bugatti (1881 - 1947)

image

Bugatti 35 var ekki endilega með bestu bremsurnar en áfram komst hann og vel það! Myndir/Wikipedia

„Ég bý til bíla til að komast áfram, ekki til að stoppa,“ á Ettore Bugatti að hafa sagt þegar viðskiptavinur kvartaði yfir bremsunum í Bugatti 35. Það var víst oft eitthvert vesen á bremsunum í þesssum bílum en þó er Bugatti 35 talinn best lukkaði sportbíll Bugatti. Alla vega á fyrri hluta síðustu aldar.

image

Ettore Bugatti (1932). Athugið að forsíðumyndin (1925) er af Bugatti, ökumanninum Bartolomeo Constantini o.fl.

Þegar viðskiptavinur kvartaði yfir hversu erfiður bíllinn (Bugatti 55) væri í gang í morgunkuldanum mun Ettore Bugatti hafa svarað að bragði: „En maður minn! Ef þú hefur efni á Bugatti [Type] 55, þá ættirðu nú að hafa efni á upphituðum bílskúr!“

Ferdinand Porsche (1875 - 1951)

image

Ferdinand Porsche við frumgerð W30 árið 1937. Ljósmynd/Porsche AG

„Þetta byrjaði þegar ég var að leita að draumabílnum. Ég fann hann ekki og ákvað að smíða hann sjálfur.“

image

Í verksmiðju Porsche árið 1941. Ljósmynd/Porsche AG

„Hinn fullkomni kappakstursbíll kemur fyrstur allra í mark, svo hrynur hann,“ eru orð sem höfð eru eftir Ferdinand Porsche.

Sir Henry Royce (1863 - 1933)

image

Rolls-Royce Silver Ghost á 110 ára afmæli bílsins árið 2021. Ljósmynd/Rolls-Royce

„Fólk man mun lengur eftir gæðunum en verðinu,“ sagði Sir Henry Royce um verðlagninguna á Rolls-Royce. Aðrar „útgáfur“ (hann var jú ekki á Twitter) eru á þessa leið: „Gæðin haldast en verðið er löngu gleymt.“ Það eru til ýmsar útfærslur af orðalagi en kjarni málsins er sá sami.

image

Sir Henry Royce. Mynd/Wikipedia

„Taktu það besta sem völ er á og gerðu það betra.“

Sir William Lyons (1901 - 1985)

image

Sir William Lyons á skrifstofu sinni. Ljósmynd/Jaguarlandrover.com

„Það kostar ekkert meira að búa til eitthvað fallegt,“ sagði Sir William Lyons, stofnandi Jaguar.

image

Sir William Lyons í Genf 1961. Ljósmynd/Jaguarlandrover.com/JDHT

„Bíllinn er það sköpunarverk mannsins sem kemst næst því að vera lifandi vera.“

Áhugavert? Hér eru fleiri greinar sem þú gætir viljað lesa:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is