Christian von Koenigsegg og nýjasta afurðin hans

Langflest fólk sem hefur áhuga á sportbílum vita sitthvað um Sænska ofurbílaframleiðandann Koenigsegg. En hvað vitið þið um manninn á bakvið nafnið?

image

Hér á eftir fylgir viðtal við frumkvöðulinn og hugsjónamanninn Christian von Koenigsegg en það er eiginlega skylda að horfa á þetta myndband til að kynnast manninum og hvernig hann hugsar.

Geðþekkur og áhugaverður maður ekki satt?

Nýjast bíllinn var afhjúpaður í útsendingu á Netinu 3.mars 2020 og heitir Koenigsegg Gemera.

Þetta er tengitvinnbíll sem er 4 sæta og með farangursrými sem er óvanalegt fyrir svona ofurtæki.

Hann er drifinn áfram af 3 strokka 2 lítra vél með 2 forþjöppum sem er kölluð TFG sem er skammstöfun á Tiny Friendly Giant eða Pínulítill Vinalegur Risi og hún er staðsett miðsvæðis í bílnum.

image

Þessi mótor er algjör tæknibylting og alveg efni í sérstaka umfjöllun. Eldsneytið er E85 en hann getur gengið á flestu eldsneyti.

Að auki eru 3 rafmótorar notaðir til að koma bílnum upp í kolólegan hámarskhraða. Gírkassinn ef það má kalla hann svo er með 1 gír og er kallaður á þeim bæ Single-Speed Koenigsegg Direct Drive (KDD).

image
image

Því ekki að skella sér að lokum í bíltúr með Nico Rosberg á Gemera?

Vonandi gagnast þessi stutta grein þeim sem eru að drukkna í seðlum að gera upp hug sinn varðandi hvað skal gera við þá.

image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is