Ekki nóg með að fullorðna fólkið megi allt heldur skemmir það líka allt. Stundum en kannski ekki allt. Þeir Simon Blackburn, Kevin Hyatt og Colin Smithson frá Sheffield voru rúm tvö ár að byggja þennan Jeep.

Það tekur nefnilega drjúga stund að koma 120.000 bitum á rétta staði og í réttri röð. Svo þegar allt var klárt þá þurfti þetta að gerast.

Í athugasemdaþræði um myndbandið greindi maður frá því að eftir þetta hrun hafi endurbygging strax hafist á bílnum og vonandi næðist að hafa bílinn kláran fyrir Cobblers sýninguna þann 26. mars. Sem er spes því það eru tvær vikur þangað til en ekki tvö ár.

image

Voða gaman. En svo... Skjáskot/YouTube

„Þó að þetta líti hræðilega illa út þá eru þeir [sem settu bílinn saman - og brutu reyndar líka] búnir að vera að þessu fram og aftur síðustu tvö árin. Sumt af bílnum brotnaði í stórum stykkjum þannig að það verður ekki eins erfitt og það virðist að endurbyggja bílinn,“ skrifaði hann.

Fleira kubbað: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is