Toyota frumsýnir aðra kynslóð vetnisbílsins Mirai

Endurhönnuð glæsileg útgáfa bílsins birtist á bílasýningunni í Tókýó eftir tvær vikur

Toyota Mirai (Mirai (未来) á japönsku þýðir „framtíðin“) er meðalstór vetnisbíll framleiddur af Toyota, sem var frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles 2014, ein fyrsta slíkra fólksbifreiða sem seld er í atvinnuskyni.

image

Þessi fyrsta kynslóð Mirai þótti ekkert sérstaklega falleg en fær nú róttæka umbreytingu í áferðarfallegan fólksbíl í sinni annarri kynslóð.

image

„Til þess hlýtur bíllinn að verða tilfinningaríkari,“ sagði Tanaka. „Það er áskorun okkar. Við vildum að Mirai væri bíll sem fólk vildi virkilega keyra - og það vill svo til að þetta er bara vetnisbíll“.

Vetnisbíllinn deilir grunni með Lexus LS, flaggskipi lúxusbíla Toyota, sem gerir hann lægri, lengri og breiðari en fyrsta Mirai. Grunnir þess bíls, GL-A, var hannaður til að koma til móts við margs konar drifrásir og eldsneyti.

Breiðari lengri

Næsti Mirai fær einnig breiðari sporvídd og lengri hjólhaf, sem hjálpar til við að bera stærri vetnisgeymslu.

„Í grundvallaratriðum er þetta allt annar bíll,“ sagði Simon Humphries, yfirmaður hönnunar Toyota, um annarrar kynslóðar bílinn. „Okkur vantaði þennan bíl og ákváðum að hafa hann eins glæsilegan og fallegan og mögulegt er“.

image

Í því skyni að lækka kostnað bílsins um helming reiknar Toyota með meira sölumagni og dregur úr notkun á dýrmætu hráefni, svo sem platínu í eldsneytisbúnaðinum. Toyota gerir ráð fyrir að smíða bifreiðina í venjulegri samsetningarverksmiðju. Fráfarandi Mirai er handbyggður í litlu verkstæði í Toyota borg.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is