Stórsýning í Öskju á laugardag

- Nýir EQB frá Mercedes-EQ og Kia Sportage frumsýndir

Tveir nýir og spennandi bílar verða frumsýndir hjá Bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardag frá klukkan 12 til 16. Um er að ræða nýjan EQB frá Mercedes-EQ og nýja kynslóð Kia Sportage.

Þetta er fimmta kynslóð Kia Sportage sem hefur verið gríðarlega vinsæll hér á landi og á traustan og góðan aðdáendahóp.

Bíllinn breytist mikið í útliti og hönnun miðað við forverann. Stórt og kraftmikið grillið að framan og fallega hönnuð LED ljósin gefa fögur fyrirheit um fágun og framsækni.

image

Framendinn tengist vel við sportlegan hliðarsvip bílsins. Kraftalegur afturhluti og rennileg afturljós fullkomna svo fallegar formlínur og glæsileika bílsins.

Innanrýmið er nútímalegt þar sem tveir 12,3 tommu snertiskjáir gefa upplýsingar um allt sem tengist akstrinum og tengir ökumann og farþega við umheiminn í gegnum tæknivædd Kia Connect snjallforritið. Farangursrými bílsins hefur stækkað um 80 lítra frá síðustu kynslóð og er nú 591 lítrar en með því að fella aftursætin niður stækkar það í 1.780 lítra. Kia Sportage er með 7 ára ábyrgð eins og allir bílar frá Kia.

EQB er rúmgóður rafbíll með pláss fyrir allt að sjö manns og býður upp á mjög gott farangursrými að auki. EQB er 100% rafbíll með allt að 474 km drægi.

image

Hleðsluhraði er allt að 11 kW m.v. heimahleðslu en að hámarki 100 kW m.v. hraðhleðslu.

Einkennandi, svört vatnskassahlíf og samfelld ljósaröð að framan og aftan sýnir svo ekki verður um villst að EQB sver sig í ætt Mercedes EQ fjölskyldunnar.

Stafrænt mælaborðið með MBUX stýrikerfinu sem og baklýst innrétting einkenna nútímalegt og hátæknilegt útlit innanrýmisins í EQB.

Sýningin í Öskju fer fram á Krókhálsi 11 og Krókhálsi 13 í húsakynnum Öskju og er opið á morgun, laugardaginn 19. mars, frá klukkan 12-16. Einnig verður Sportage sýndur hjá umboðsmönnum á Akureyri, Akranesi, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Selfossi.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is