Það er merkilegur áfangi að verða hálfrar aldar gamall. Nú, árið 2022, eru liðin 50 ár síðan Fiat 126 kom á markað og var þeim litla bíl ætlað stórt hlutverk: Hann tók við af Fiat 500. Eða gerði hann það? Það var ætlunin í upphafi en hjörtu manna vann hann þó ekki á sama hátt og Fiat 500.

image

Myndir/Stellantis/Fiat

Að taka við af örsmáum risa

Fiat 126 kom á markað haustið 1972 sem arftaki Fiat 500. Sala bílsins gekk nokkuð vel þótt erfitt væri að koma í stað ákaflega vinsæls bíls: Árið 1971 var fimmti hver bíll sem seldist á ítölskum bílamarkaði einmitt af gerðinni Fiat 500.

image

Myndir/Stellantis/Fiat

Fiat 500 hafði verið framleiddur nær óbreyttur frá árinu 1957 og höfðu 3.5 milljónir slíkra bíla selst frá 1957 til 1972.

image
image

Myndir/Stellantis/Fiat

Pönnukökuvél og pendúlöxlar

Í lok ársins 1972 fór Þorgrímur yfir bílana sem væntanlegir voru á nýju ári. Þeirra á meðal var Fiat 126 og skrifaði blaðamaðurinn: „Flest tækniatriði eru fengin frá Fiat 500, svo sem „pönnukökuvél” og pendúlöxlar, en framleiðendur afsaka sig með þvi, að engin önnur leið sé þekkt við framleiðslu svo ódýrra bíla. — Vélin er 594 ccm og 23 hö. Billinn er 305 cm langur og hámarkshraðinn er 110 km/klst.“

image

Mynd/Stellantis/Fiat

Svo kom bíllinn til landsins og virðist hann hafa fallið Íslendingum vel í geð því hann var sá mest seldi hér á landi árið 1973. En Fiat 126 hér á landi verða betur gerð skil hér á síðunni áður en langt um líður.

image

Mynd úr Morgunblaðinu frá janúar 1973.

image

„Á sl. ári bættust við nýjar gerðir og er þar fremstur i flokki Fiat 126. Það er staðreynd, að á sl. ári var Fiat mest seldi billinn hér á landi. Aðal ástæðan fyrir vinsældum hans er, hve bíllinn er litill en rúmgóður, 80% stærðar hans nýtist sem farþega eða farangursrými, sem er afbragðs nýting. Einnig hefur verð á Fiat verið mjög hagstætt,“ segir í auglýsingunni.

image

Leikarinn Tom Hanks eignaðist þennan (Polski Fiat) árið 2016. Mynd/Twitter

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is