Nú telur maður mínúturnar niður fram að keppninni í Formúlu 1 í Bahrain. Á meðan beðið er hlýtur að vera snjallræði hið mesta að skoða aðeins hvernig þetta magnaða myndefni kemst til skila og það í beinni!

Ashley Farazmand er einn þeirra sem halda keppendum í fókus fyrir okkur sem fylgjumst með Formúlu 1 í heima í stofu. Hann hefur unnið við kvikmyndatöku í Formúlunni síðan 2007, þá 18 ára gamall.

image

Hann byrjaði á einföldum verkefnum, vann sig smám saman upp metorðastigann og er nú í eldlínunni. Hann hefur unnið við hverja einustu keppni síðan 2007. Hann er náunginn sem stendur við brautina og finnur gustinn af bílunum og víbringinn þegar þeir þjóta hjá. Örfáum metrum frá.

image

Það er vissulega hættulegt að standa svo nærri brautinni. Í þetta skiptið var það þó bara filter sem laskaðist. Skjáskot/YouTube

Síðan 2007 hefur Farazmand ferðast með tökuliði Formúlunnar um allan heim og er eitt tannhjól í því mikla gangverki sem kvikmyndun keppninnar er.  

Hversu flókið er að fylgja bílum eftir með myndavélinni þegar viðfangsefnið er á nokkur hundruð kílómetra hraða? Hvernig er það til dæmis úr krana í 20 metra hæð? En 40 metra hæð? Er autofocus notaður eða ekki? Hve margar linsur er tökumaðurinn með og hvernig velur hann sjónarhornið?

Allt um það í þessu hnitmiðaða myndbandi:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is