Fimm dyra útgáfa Suzuki Jimny formlega kynnt

Stærri og hagnýtari útgáfan af þessum gamla góða jeppa Suzuki ætti að vera jafn fær utan vega

Kemur ekki á markað í Evrópu – að minnsta kosti ekki enn um sinn

Suzuki hefur kynnt nýja fimm dyra útgáfu af Jimny á Auto Expo í Delí á Indlandi.

Stærri Jimny, sem er opinberlega markaðssettur af Maruti Suzuki á Indlandi, mun ekki koma til Bretlands og annarra Evrópulanda vegna losunarreglugerða.

image

Þrátt fyrir að þriggja dyra, fjögurra sæta Jimny hafi verið tekinn úr sölu í Evrópu árið 2020, er enn Jimny Commercial á boðstólum í mörgum Evrópulöndum - sem var frekar snjöll leið Suzuki til að lækka útblástur bílaflotans með sendibílaútgáfu af Jimny.

image

Fimm dyra, fimm sæta Jimny er hins vegar aðeins fáanlegur á Indlandi (þar sem hann verður framleiddur), Afríku og Rómönsku Ameríku.

Venjulegur Jimny er nógu lítill til að vera markaðssettur sem kei bíll í Japan en fimm dyra gerðin er 250 mm lengri eða 3.645 mm - þó að breiddin og hæðin séu þau sömu og þriggja dyra.

image

340 mm lengra hjólhaf gerir ráð fyrir meira plássi í farþegarými með afturbekk sem fellur saman og skapar 332 lítra af farangursrými.

image

Með aftursætin uppi er skottrýmið 208 lítrar, mun hærra en 85 lítrar í þriggja dyra gerðinni.

image

Framan í farþegarýminu er hann nokkurn veginn eins með stórum griphandföngum farþegamegin, níu tommu miðlægan snertiskjá og lítinn skjá á milli hraða- og snúningsmælis – sem gefur upplýsingar um ferð eins og sparneytni og spáða drægni.

Aflrásin er sú sama og áður, sem bendir til þess að stærri fimm dyra verði hægari og aðeins minna sparneytinn.

(fréttir á vef Auto Express, CarScoops og fleiri vefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is