• Elon Musk afhenti í dag persónulega fyrsta „þýska“ Tesla Model Y en bíllinn var smíðaður í Gigafactory í Berlín.

Við höfum sagt frá upphafi framleiðslunnar í verksmiðju Tesla í Berlín en Tesla hefur nú formlega afhent fyrsta þýsk-smíðaða Y-bílinn þar, sem markar mikilvæg tímamót í útrás Tesla.

Elon Musk fór í ferðina til Gigafactory Berlín til að afhenda viðskiptavinum fyrstu bílana persónulega og hélt hann stutta ræðu sem er í myndbandi hér fyrir neðan.

Forstjórinn þakkaði öllum sem komu að uppsetningu verksmiðjunnar og gerði sitt til þess að fullvissa fólk um að Tesla muni „gera hið rétta“ með verksmiðjuna:

Musk ítrekaði þá sýn sína að rafknúin farartæki, sólar- og vindorka, ásamt rafhlöðum til orkugeymslu geti unnið gegn loftslagsbreytingum og að Gigafactory Berlin sé „stórt skref“ í þá átt.

Hann sagðist óska þess að þær lausnir gætu fyllt fólk bjartsýni til framtíðar.

Tesla deildi engum upplýsingum um núverandi framleiðslugetu verksmiðjunnar, sem er gert ráð fyrir að nái 500.000 farartækjum á ári þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar er kominn í full afköst, en það gæti tekið mörg ár að komast þangað.

(frétt á vef Electrec)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is