Núna er vetrartímabilið senn að renna sitt skeið og eftir nokkra daga stöndum við sem höfum verið að nota sérstök vetrardekk frammi fyrir því að skipta um og setja sumardekkin undir.

Í tilfelli þess sem þetta skrifar þarf að setja ný sumardekk undir, og þá stend ég frammi fyrir þeirri spurningu – hvaða dekkjastærð vil ég fá undir minn Jeep Compass?

Hann er í dag á 235/55 R18 negldum vetradekkjum, en á öllum mínum jeppum í gegnum árin hef ég reynt að vera með eins stór dekk og bíllinn leyfir hverju sinni, til að fá meiri mýkt í akstrinum.

Stærðarmunur á 235/60 R18 og 235/55 R18 dekkjum

Við fyrstu sýn er munurinn nánast enginn, eiginlega bara 3% en útkoman er aðeins meiri veghæð og „meira gúmmí“ sem bíllinn stendur á á götunni í akstrinum.

image

Hér er að ofan er samanburðartafla á milli eldra og nýja dekksins

image

Hér að ofan er samanburður á milli dekkjanna tveggja

Mikilvægt að huga að breytingu í álestri hraðamælis

Eitt af því sem breytist við það að setja stærri eða minni dekk undir bílinn, er sú staðreynd að hraðamælirinn sýnir ekki alveg rétta tölu varðandi hraða. Myndin hér að neðan sýnir breytinguna:

image

(byggt á grein á tire-calc.com og fleiri vefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is