Í gærkvöldi deildum við myndbandi af bíl sem tókst á loft þegar skýstrókur fór yfir borgina Fort Worth íTexas. Ekki nóg með að bíllinn hafi tekist á loft heldur var hann á ferð og kornungur ökumaðurinn fór óvænt á flug. Ökumaðurinn hefur nú fengið góðar fréttir.

Enn ótrúlegra er þó að Leon ók af stað eftir flugferðina. Vissulega var hann mjög ringlaður en  slasaðist svo gott sem ekkert. Leon var að koma úr atvinnuviðtali þegar þetta gerðist.

Bíllinn hafði verið í eigu fjölskyldunnar í rúman áratug en Leon var nýbúinn að kaupa  hann af föður sínum þegar þetta gerðist.

Chevrolet ákvað, í samstarfi við söluaðila í Fort Worth í Texas, að gefa stráksa nýjan Chevrolet Silverado 1500 LT. Rauðan og gasalega fínan.

Jú, og svo fékk Leon vinnuna sem hann sótti um rétt fyrir atvikið ótrúlega.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is