Í fyrra lést maður að nafni Curly Bunfill. Hann var 108 ára en þegar hann var 106 ára var bílnum hans stolið. Það er margt magnað við söguna af bílstuldinum og hér verður hún sögð.

image

Hayworth við Lincoln Continental

Innbrotið

Bunfill fékk bílinn, sem merktur er leikkonunni í bak og fyrir, og hugsaði ákaflega vel um hann. Í janúar 2020 kom vinur í heimsókn til hins 106 ára gamla Bunfill í Sacramento. Sá tók eftir að brotist hafði verið inn í bílskúrinn hjá gamla manninum. Í bílskúrnum geymdi Bunfill að sjálfsögðu drossíuna og alla jafna voru lyklarnir í bílnum. Líka í þetta skiptið.

image

Nokkrum árum fyrr á bílasýningu.

7.000 dollarar í fundarlaun

Nú voru góð ráð dýr. Auglýst var eftir bílnum og 7.000 dollarar (tæp milljón) í boði fyrir þann sem vísað gæti á bílinn. Þessi bíll er sannarlega áberandi í lit sem nefnist Bermúda blár.

Fáeinum dögum síðar fannst bíllinn. Hann hafði verið skilinn eftir við lögreglustöðina í Sacramento og ekki skrámu á bílnum að sjá. Myndin hér efst er tekin af bílnum við lögreglustöðina í stæðinu þar sem hann var skilinn eftir.

image

Síðar var 43 ára gamalll maður handtekinn, grunaður um að hafa stolið bílnum og jú, sennilega skilað honum líka. Það er sjaldgæft að bílum sé líka skilað en allt er nú til!

image

Mynd af Twittersíðu lögreglunnar en hér er Bunfill (1913-2021) í bílnum góða í janúar 2020.

Bílakonan Rita Hayworth

Þetta var ekki eini bíllinn sem leikkonan íðilfagra átti. Hún átti Cadillac Ghia 1953 og voru aðeins tveir slíkir smíðaðir.

image

Ein af mörgum myndum af Ritu Hayworth í fínum bíl.

Nánar um þann bíl í myndbandinu hér fyrir neðan en hann er í eigu Petersen bílasafnsins.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is