BMW i3 – en í bili bara fyrir Kína

BMW afhjúpar nýja rafknúna i3 sem byggir á 3 seríunni, en hann er aðeins fyrir Kína í bili

BMW kynnti í gær nýjan rafknúinn BMW i3, en ólíkt fyrri bílnum með því nafni er þessi byggður á 3 seríu.

Fólk vildi raf-útgáfu af 3-seríunni

Það sem fólk vildi í raun og veru var rafmagnsútgáfa af BMW 3-línunni, en þýski bílaframleiðandinn tók sér hlé í næstum áratug áður en hann setti næstu rafbíla á markað.

    • BMW i3 eDrive35L passar fullkomlega fyrir sérstakar kröfur kínverskra viðskiptavina. Hann er byggður á hinni farsælu BMW 3 seríu, sem leiddi stærðarflokk minni lúxusbíla í Kína árið 2021.

Eins og þú sérð lítur ökutækið ekkert út eins og upprunalega i3 og það er næstum eins og nútíma 3 sería:

Drægnin er sögð 526 km

BMW segir að nýi rafbíllinn muni hafa drægni upp á 526 km, en það er byggt á CLTC prófunarferlinu.

image

    • BMW i3 eDrive35L er með 11 cm lengra hjólhaf en hefðbundin 3-lína og sameinar úrvalsupplifun í aftursætum og akstri án útblásturs. Á sama tíma býður hinn alrafmagaði fjögurra dyra fólksbíll upp á alla sportlega aksturseiginleika, þægindi í lengri akstri og fjölbreytt úrval af einstaklingsmiðuðum möguleikum sem BMW 3-serían er svo þekkt fyrir. Mikil smíðagæði, gæði í þjónustu og mikil ending eru sömuleiðis áberandi eiginleikar BMW i3 eDrive35L, sem gerir hann að einstöku valkosti í flokki minni lúxusbíla.

Kemur á markað í Kína í maí

Nýr BMW i3 verður framleiddur í BMW Brilliance Automotive Ltd. verksmiðjunni í Lydia, Shenyang, og er búist við markaðssetningu í maí.

•Farangursrými 410 lítrar

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is