Er eitthvað til sem kallast öfugt aprílgabb? Það má í raun segja að „öfugt aprílgabb“ hafi birst á forsíðu nýsjálensks dagblaðs fyrir sjö árum.

image

Skjáskot/YouTube

Neðst á forsíðunni var auglýsing frá BMW-umboðinu í Auckland og yfirskriftin var „April Fool´s Day special“. Þar sagði að sá sem fyrstur kæmi í umboðið á gamla bílnum sínum, spyrði um Tom og hefði auglýsinguna meðferðis fengi nýjan BMW í staðinn fyrir gamla bílinn.

Viðvörunarbjöllur hringja

Þetta er svona klassískt dæmi um kjánalegt aprílgabb, ekki satt? Það skyldi maður ætla. Nýsjálendingurinn Tianna Marsh ákvað að kanna málið og ók sínum 15 ára gamla Nissan Avenir að umboðinu og gekk hikandi inn.

Hún spurði eftir manninum, rétti honum auglýsinguna úr blaðinu og viti menn! Hún fékk splunkunýjan BMW í skiptum fyrir gamla garganið.

Að viðhalda hefðinni

„Okkur langaði til að snúa dæminu við og verðlauna þann sem þyrði að láta vaða,“ sagði Ed Finn, upplýsingafulltrúi BMW í samtali við BBC á sínum tíma.

Þó svo að gamli bíllinn hafi ekki verið mikið fyrir augað þá var markmiðið að hann yrði boðinn upp og það sem fegist fyrir hann færi til styrktar góðu málefni. Fyrsti apríl er þá ekki alslæmur þegar allt kemur til alls!

Hér er myndband af sprellinu:

Fleira tengt plati og alvöru: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is