Toyota afhjúpar GR Corolla rallýbíl í Bandaríkjunum

LONG BEACH, Kaliforníu - Toyota er að snúa aftur inn á „heita“ hlaðbaksmarkaðinn í Bandaríkjunum með nýrri gerð fjórhjóladrifins Corolla sem knúin er af kraftmikilli þriggja strokka vél. Þessi gerð var þróuð af Gazoo Racing teyminu.

image

GR Corolla er með styrktri útgáfu af 1,6 lítra línu þriggja strokka túrbó vélinni sem er í GR Yaris, sem skilar hámarksafköstum upp á 300 hestöfl.

En 1,6 lítra, forþjöppuð vél er aðal aðdráttaraflið.

Hún er tengd við sex gíra beinskiptingu og skilar allt að 300 hestöflum og 370 Nm – sem gefur honum 185 hestöfl á hvern lítra slagrýmis.

Sama vél var áður notuð af Gazoo Racing í GR Yaris í Evrópu en hún var 268 hestöfl.

image

2023 Toyota GR Corolla fer í sölu á þessu ári með því sem Toyota kallar „Core“ innréttingu sem er fáanleg í einum af þremur litum - hvítum, svörtum eða rauðum - með sérlitu þaki og spoiler. Uppfærð „Circuit“ innrétting í takmörkuðu upplagi verður ekki fáanleg fyrr en árið 2023 en mun vera með þaki úr koltrefjum, loftræstu húddi og vindskeið að aftan, svo eitthvað sé nefnt.

image

Á fyrsta ári módelsins á markaðnum stefnir Toyota að því að selja um 6.000 GR Corolla í Bandaríkjunum, þó samsetningarverksmiðjan í Motomachi, Japan, hafi árlega afkastagetu fyrir fleiri bíla, sagði Mike Tripp hjá Toyota Motor í Norður-Ameríku.

image

Í báðum útfærslum miðar sérhannaður rallýbíllinn að því að draga úr þyngd og að bæta burðarvirki og fjöðrun.

Gerðin er enn með „Safety Suite 3.0“ frá Toyota, með tilheyrandi ökumannsaðstoð og öryggiseiginleikum, auk 12,3 tommu upplýsingaskjás með snertiskjá og Toyota Audio margmiðlunarkerfi sem staðalbúnað.

image

Toyota GR Corolla 2023 er 440 cm á lengd, 185 cm á breidd og 145,2 cm á hæð, að loftnetinu undanskildu. Eiginþyngd er 1.473,7 kg.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is