Lyriq EV verður fyrsti rafbíllinn frá Cadillac

    • En við verðum að bíða þar til seint á árinu 2022 til að fá einn

image

Cadillac Lyriq. mynd: Cadillac.

Cadillac er á leiðinni í rafmagnið… en fyrir þá sem langar í einn slíkan og eru enn þá spenntir fyrir því núna, þá verða að halda þeirri spennu í tvö ár í viðbót, segir Autoblog-vefurinn. Eftir smá aðdáun, seinkun, nafnaskýringu og smá stríðni hefur Cadillac loksins tekið umbúðirnar af Lyriq og okkur líkar það sem við sjáum, segja þeir hjá Autoblog.

image

Slæmu fréttirnar – segir Autoblog á Bandaríkjamarkaði - eru að Cadillac Lyriq mun ekki fara í sölu fyrr en seint á árinu 2022.

image

Bíllinn mun það koma í tveimur útgáfum drifbúnaðar: afturhjóladrifinn og sportlegri með aldrifi. Hann verðu smíðaður á nýja Ultium grunni fyrir rafhlöðutækni GM, sem gefur bílnum aksturssvið sem er meira en 480 kílómetrar, auk þyngdarpunktar um 9,9 cm lægri en á svipaðri stærð Cadillac XT5. Hann mun vera fær um "meira" en 150 kílówatta DC hraðhleðslu, með hleðslu á stigi 2 allt að 19 kW.

Hvað varðar stíl er Lyriq veruleg framþróun bæði að innan sem utan - og mikið af því hefur að gera með ljósabúnað.

image

Að utan fær bíllinn lóðrétt framljós, auk fullt af litlum ljósum í grillinu, með merki sem er lysist upp við ræsingu. Reyndar mun loga á framendanum þegar þú nálgast, ekki ólíkt því að hundur sér besta vin sinn tilbúinn til leiks. Við sjáum nokkrar fleiri snotur ljós að aftan sem halda áfram svipuðu þema og lóðréttari ljós. Að innan verður lýsingin enn áhugaverðari, með lýsingu á stýri, auk þess að viðaráfellur á hurðum eru með baklýsingu.

33 tommu samsetning á stafrænum bílstjóraskjá og skjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi eru áberandi á mælaborðinu. Skjárinn notar háþróaða LED tækni og er fær um að sýna atriði í meira en í milljarði lita, samkvæmt Cadillac.

image

Auðvitað mun Lyriq bjóða upp á nýja kynslóð Super Cruise háþróaðs aðstoðarkerfis ökumanns, sem auk þess að leyfa þér að taka hendurnar af hjólinu á þjóðveginum, getur framkvæmt sjálfvirkar akreinabreytingar. Cadillac hefur einnig í hyggju að láta bílinn leggja í bílastæði undir eftirliti. Önnur innifalinn tækniaðgerð er þráðlaus uppfærsla. „Bíllinn mun stöðugt verða betri á þeim tíma sem viðkomandi á bílinn,“ sagði Mark Reuss, forseti GM.

En það eru enn tvö ár í það að bíllinn verði frumsýndur. Í millitíðinni munu koma margir rafbílar - frá GM og öðrum - til að halda athygli okkar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is