Mitsubishi mun kynna Renault-smíðaðan Colt fyrir Evrópu árið 2023

    • Mitsubishi Motors er að koma af krafti inn á Evrópumarkað að nýju. Fyrstur er ASX-bíllinn en einnig var fyrirtækið að tilkynna að það mun setja á markað Colt smábílinn, byggðan á Renault Clio og smíðaður í Tyrklandi, árið 2023.

Um tíma leit út fyrir að Mitsubishi væri að hverfa af Evrópumarkaði. Fyrir um tveimur árum tilkynnti framleiðandinn nefnilega að hann hygðist kveðja Evrópumarkað.

Smart fékk lánaðan undirvagn þessa bíls fyrir „floppið“ sem þeir kölluðu Forfour.

Nýr Mitsubishi Colt og nýr ASX eru báðir á CMF-B undirvagni Renault-Nissan-Mitsubishi bandalagsins.

Önnur gerðin úr samstarfi Mitsubishi og Renault

Ásamt ASX, litla sportjeppanum, sem kynntur var í janúar, er nýja kynslóð af Colt önnur gerðin úr samstarfi Mitsubishi og bandalagsfélaga Renault.

Sameiginlegar gerðir framtíðarinnar eru meðal annars lítill rafbíll.

image

Mynd af nýja Mitsubishi Colt smábílnum sem kemur á markað í Evrópu árið 2023 og verður smíðaður af Renault í Tyrklandi.

Gert er ráð fyrir að Colt verði næstum eins og Renault Clio, sem er smíðaður í Bursa í Tyrklandi og Novo Mesto í Slóveníu.

Mitsubishi birti mynd af bílnum á þriðjudag.

Aflrásir fyrir Colt munu innihalda tvinnbíla, sagði Mitsubishi, en bílaframleiðandinn gaf ekki upp frekari upplýsingar.

image

ASX verður útgáfa af Renault Captur sem er smíðaður í Valladolid á Spáni.

Stækkað framboð og endurvakið nafn

Fyrir nýju gerðina hefur Mitsubishi endurvakið Colt-nafnið sem kom fyrst fram árið 1962.

Mitsubishi seldi verksmiðjuna árið 2012 til hollensku samsteypunnar og smíðar nú gerðir BMW Group.

„Nýja gerðin mun verulega auka markaðssókn Mitsubishi Motors í kjarnaframboði í Evrópu,“ sagði bílaframleiðandinn í yfirlýsingu á þriðjudag.

Það selur einnig L200 eins tonns pallbíl.

Í tilkynningu um að merkið yrði áfram í Evrópu á síðasta ári sagði Mitsubishi að það myndi einbeita sér að löndum þar sem það gæti skilað hagnaði, þar á meðal Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni.

(Automotive News Europe og fleiri vefsíður)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is