Ekki fikta í símanum meðan ekið er! Kona nokkur í San Ysidro í Kaliforníu leyfði símanum að trufla sig „eitt andartak“ við akstur með þeim afleiðingum að hún tjónaði rækilega fornbíl: Ford Mustang. Það er svo erfitt að sjá þennan fallega bíl í klessu að eiginlega er skrárra að fá sand í augun.

image

Í myndbandi sem tekið var á slysstað er reyndar fullyrt að klessukonan hafi verið á Toyota CH-R en við látum nú ekki rugla okkur því þetta er Nissan Juke sem sést í myndbandinu. Ekki satt?

image

Ég ætla ekki að segja að Juke skáni í útliti eftir klessuverkið því svoleiðis má maður ekki segja. En Mustanginn… Æj, það er svo hræðilega dapurlegt þegar fornir eðalvagnar fara svona.

image

Bílstjóri fornbílsins slasaðist dálítið en vonandi ekki alvarlega.

image
image

Juke-konan (símakonan) fór á sjúkrahús til að láta kíkja á sig. Þetta gæti auðvitað verið verra. Manneskja hefði getað slasast alvarlega en samt er þetta nú fjandi sárt.

Annað vont úr umferðinni: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is