GM-Wuling í Kína selur 15.000 rafknúna smábíla á 20 dögum

image

Hongguang Mini EV – byrjunarverðið í Kína er 28.800 yuan (ISK 574,000). Mynd: vefsíða SAIC-GM-Wuling

Sala á nýjustu gerð rafknúins ökutækis SAIC-GM-Wuling Automobile, ódýrri, fjögurra sæta Wuling fólksbifreið, fór yfir 15.000 eintök fyrstu 20 dagana eftir að hafa komið í sölu þann 24. júlí.

Á sama tímabili fóru pantanir rafbílnum yfir 50.000, að því er kom fram hjá þessu sameiginlegt verkefni á sviði smábíla milli General Motors og SAIC Motor í þessum mánuði.

Sala fyrir fram og pantanir hafa gert þennan smábíl undir merki Wuling vinsælasta rafbílinn sem þeir hafa framleitt.

Ökutækinu, sem kallast Hongguang Mini EV, var hleypt af stokkunum á bílasýningu í Chengdu borgar í Suður-Kína í síðasta mánuði og var byrjunarverð 28.800 júan (ISK 574,000).

Kemst 120 km á einni hleðslu

Bíllinn er með litíumjónarafhlöðum og getur ekið í allt að 120 km á einni hleðslu og á 105 km hraða á klukkustund.

Markhópur viðskiptavina eru ungir ökumenn í kínverskum borgum, samkvæmt SAIC-GM-Wuling.

Í júlí jókst sala fyrirtækisins í Kína fjórða mánuðinn og stökk upp um20 prósent í 130.000 bíla samkvæmt SAIC.

Á fyrstu sjö mánuðunum lækkaði hinsvegar uppsöfnuð afhending bíla um 23 prósent í 661.040 entök og endurspeglaði það mikinn samdrátt í fyrsta ársfjórðungi þegar kórónavírus herjaði á Kína.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is