BMW i4 M var mest selda M-gerðin á síðasta ári

Jafnvel þó að það sé tæknilega séð ekki að fullu M-gerð, tilkynnti BMW þennan söluáfanga með stolti.

Þegar fyrstu rafbílarnir komu til sögunnar spáðu margir því að tími aflmikilla og sportlegra bíla væri liðinn.

BMW setti M-merki í fyrsta skipti á i4 og bjó til 544 hestafla i4 M50.

Og það virðist hafa heppnast vel fyrir bílaframleiðandann þýska, þar sem BMW tilkynnti nýlega að hann hefði líka verið mest selda M-merkta gerðin árið 2022 og seldist betur en hefðbundnari gerðir eins og M3, M4 og alla M-merktu jeppanna.

image

2022 BMW i4 M50 í Frozen Portimao Blue Metallic lit

Á þessu ári mun framleiðandinn byrja að senda frá sér tvær mikilvægar rafvæddar gerðir til viðbótar sem bera M-merkið: önnur er i7 M70, sem verður sportlegasta rafmagnsútgáfan af nýju 7 seríunni, en hin er XM ofurjeppinn (tengitvinnbíll, ekki fullur rafbíll), og sem mun fara í framleiðslu á þessu ári í Spartanburg verksmiðju BMW í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.

(frétt á vef insideevs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is