Dacia Jogger fékk bara eina NCAP-stjörnu af því að beltaviðvörun vantar í 3ju sætaröð

Varaforstjóri fyrirtækisins heldur því fram að viðskiptavinir Dacia vilji ekki rafrænu ökumannshjálpina sem er lykillinn að góðum NCAP stigum

Dacia hefur heitið því að viðhalda stefnu sinni um að „elta ekki öryggisstjörnur“ eftir að nýi sjö sæta Jogger þeirra fékk aðeins eina stjörnu af fimm í einkunn frá árekstrarprófunarstöðinni Euro NCAP í síðustu viku.

Vildu hafa það auðvelt að losa þriðju sætaröðina

„Í sjö sæta útgáfunni vildum við að þriðja sætaröðin væri færanleg,“ sagði Jaillet, „og við settum viljandi ekki öryggisbeltaáminningu á þessi sæti, því þegar þú tekur þau úr þá þarftu að aftengja og tengja rafeindabúnað aftur í kjölfarið. Það verður dýrt. Við erum að tapa nokkrum prósentum með einkuninni en þar sem þetta er kassinn sem skilgreinir heildareinkunnina er það ein stjarna; ef fimm sæta Joggerinn [ekki boðinn í Bretlandi] hefði sína eigin einkunn, þá væri fengi hann sömu einkunn og Sandero Stepway, sem fær tvær stjörnur.“

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is