Síðustu þrjá áratugina hefur hópakstur lágfara eða „lowriders“ verið bannaður á South Bay  svæðinu í Kaliforníu. Leyfi hefur verið veitt fyrir slíkum hópakstri að kvöldi 6 maí og vonast menn innan hópsins að þetta verði fyrsta kvöldið af mörgum slíkum.

Í desember sl. ákváðu yfirvöld að láta á það reyna hvort allt færi í bál og brand ef hópakstur yrði leyfður og er reynslutíminn sex mánuðir. Það er að segja að fyrsta föstudag hvers mánaðar á milli 18 og 21 mega lágfarar aka um Highland Avenue.

Föstudagskvöldið 6. maí er síðasta kvöldið innan reynslutímabilsins. Þannig að fari ekki allt gjörsamlega fjandans til þá ætti að vera möguleiki á að lágfarahópaksturinn geti farið fram reglulega.

Annað tengt lágförum: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is