„Þú skalt ekki voga þér!“ sagði Rússlandsforseti, Vladimir Pútín við Lewis Hamilton eftir Formúlu 1 keppnina í Rússlandi 2018. Minnugur sturtunnar sem hann fékk, án þess að kæra sig um, tæpum þremur árum áður. Hvorki fékk Pútín fruss né sturtu í það skiptið.

Oftast fer kampavínið bara yfir hina sem komust á verðlaunapall en í þetta skiptið fór það frekar langt, beinustu leið á Pútín. Óvart eða ekki? Hamilton endurtók leikinn í það minnsta ekki 2018!

Hér eru tvö myndbönd; það fyrra er frá 2016 og hitt frá 2018.


Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is