Þess vegna halda jafnvægisstengur enn velli

    • Jafnvægisstöngin er óumdeilanlega aðalmálið í góðum fjöðrunarkerfum og þær eru enn þá inni í myndinni

Í heimi þar sem bílar eru orðnir svo svakalega flóknir stendur einn lykilþáttur fjöðrunarkerfa enn fyrir sínu vegna hlutfallslegs einfaldleika. Jafnvægisstöngin (þekkt sem „sveiflustöng“ eða „jafnvægisstöng“ er til staðar til að hindra „veltihreyfingu“ bílsins í beygjum.

Í sinni hreinustu mynd er það lengd stálstangar eða rörs, í laginu eins og kantað U, sem tengist fjöðruninni í hvorum enda öxulsins.

image

Sumir bílar eru með tvær (fram- og afturás), sumir bara eina og nokkrir alls ekki. Hugmyndin með jafnvægisstöng er að draga úr veltihreyfingu yfirbyggingar þar sem bíllinn beygir sjálfstætt og án þess að hafa veruleg áhrif á stífni (hraða) fjöðrunarinnar.

image

Ballansstangir.

Með því að setja þær í bíla er hægt að gera hreyfingu gorma- og dempara nógu mjúka til þæginda meðan hreyfingu á yfirbyggingu er haldið í skefjum.

Of mikill veltingur er óþægilegur og þegar fjöðrunin fer út í öfgar breytist horn hjóla og dekkja sem hefur áhrif á stöðugleika í beygjum. Endinn á jafnvægisstönginni er tengdur við vinstri og hægri fjöðrun með fóðringu eða lið og þó þetta sé vélrænt einfalt eru áhrif þeirra aðeins flóknari vegna þess að þær hafa einnig áhrif á meðhöndlun jafnvægis eða með öðrum orðum undirstýringu og yfirstýringu.

Langi, beini hlutinn af jafnvægisstönginni er klemmdur við yfirbygginguna hornrétt á miðlínuna og sveigir sig síðan í gegnum 90 gráður í hvorum enda til að ná sveiflunni á fjöðruninni.

image

Þegar bíllinn „veltur” snýst stöngin eftir endilöngu og færir þyngd yfirbyggingarinnar á fjöðrunartengi, ytri hjól og snertiflöt dekkjanna. Þegar krafturinn niður á snertiflöt hjólbarðans eykst minnkar núningsstuðullinn og skriðhorn dekksins eykst (dekkið byrjar að hreyfast til hliðar miðað við þá átt sem hjólið vísar).

Ef jafnvægisstöngin er stífari á framásnum er niðurstaðan undirstýring. Meiri stífni að aftan og það veldur yfirstýringu (þ.e. bíllinn leitast við að beygja meira en snúningur stýrishjólsins gerði ráð fyrir).

Svo fyrir utan að stjórna veltihreyfingu bílsins er hægt að nota jafnvægisstöng til að hafa áhrif á jafnvægi í meðhöndlun (tilhneiging til undirstýringar eða yfirstýringar á hlutlausu inngjöf).

image

Jafnvægisstöng.

Í kappakstursbílum er hægt að stilla bílinn fyrir einstaka hringrás og aðstæður með því að breyta stillingu á stillanlegri jafnvægisstöng. Þrátt fyrir að jafnvægisstöng sé í meginatriðum einfalt tæki hafa framleiðendur fundið leið til að gera þær flóknari í formi virkrar jafnvægisstýringar.

image

Subaru Impreza í krappri beygju.

Stillimótorar (eða stundum vökvakerfi) sem breyta átaki snúningshluta jafnvægisstangar geta breytt kraftinum sem stöngin beitir.

Á beinum vegi er hægt að aftengja helmingana tvo, sem geta bætt þægindi í akstri yfir ójafnt yfirborð þegar ekki er þörf á jafnvægisstöngunum, og komið aftur á stífni í snúningi á millísekúndum þegar bíllinn beygir. Stillimótorinn í Volkswagen / Audi kerfinu inniheldur tannhjólakassa, en aðrir eru með vökvakerfi.

[Birtist fyrst í ágúst 2020]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is