Jeppi fyrir rafmagnsöldina – Polestar 3 frumsýndur 12. október

[Fréttatilkynning - Brimborg]

GAUTABORG, SVÍÞJÓÐ – 28 september 2022. Polestar (Nasdaq: PSNY) frumsýnir sinn fyrsta jeppa, Polestar 3, á frumsýningarviðburði þann 12. október 2022 í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Polestar 3 er kraftmikill, hönnunardrifinn rafknúinn jeppi sem höfðar til skilningarvitanna með áberandi lögun og framúrskarandi aksturseiginleika. Hann er byggður á nýjum alrafmögnuðum tæknigrunni sem þróaður er af og deilt með Volvo Cars og státar af því nýjasta í hátækni – eins og miðlægri kjarnatölvu frá NVIDIA og langan lista af háþróuðum öryggiskerfum frá Volvo Cars og leiðandi birgjum iðnaðarins, þar á meðal Zenseact, Luminar og Smart Eye.

„Við urðum að spyrja okkur: „Hvernig ætti nútíma jeppi að líta út?” Polestar 3 skilgreinir jeppann fyrir rafmagnsöldina og við hönnun hans horfðum við á nokkur grundvallaratriði: hlutföll, stöðu og loftaflfræði,“ segir Thomas. Ingenlath, forstjóri Polestar.

image

Aksturseiginleikar eru lykilatriði fyrir Polestar, með áherslu á meira en eingöngu beinlínuhröðun. Í upphafi eru allar útgáfur fjórhjóladrifnar, tvískipt aflrás með rafdrifnu “torque vectoring” sem tengt er aftari rafmótor með tvíkúplingu.

Thomas Ingenlath heldur áfram: „Það er þessi skjóti eiginleiki til að breytast úr þægilegum “krúser” í beittan, lipran akstursbíl á augnabliki sem gerir Polestar 3 sérstakan sem rafknúinn akstursjeppa.

Hann nýtur líka góðs af lágum þyngdarpunkti og miklu hjólabili fyrir fullkominn stöðugleika og spennandi tilfinningu undir stýri.”

Sænskar gyllingar frá Polestar fylgja pakkanum, þar á meðal á ventlalokum, öryggisbeltum og laserljósalista að innan.

Kynningarviðburðinum verður stýrt af forstjóra Polestar, Thomas Ingenlath, og yfirmanni hönnunar Polestar, Maximilian Missoni, og hefst klukkan 17:00 GMT þann 12. október. Beina útsendingu er hægt að horfa á hér:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is