Jaguar Land Rover frumsýnir á þriðjudagskvöld, 10. maí kl. 20 að íslenskum tíma, þriðju kynslóð af hinum geysikraftmikla Range Rover Sport og verður kynningunni jafnframt streymt á YouTube rás framleiðandans.

Von er á þessari þriðju kynslóð Range Rover Sport til BL við Hestháls í haust.

image

Ljósmynd/LandRover.com

Tekinn til kostanna á Íslandi

Á kynningunni verður m.a. frumsýnt nýtt myndskeið sem tekið var á Íslandi sem sýnir hvers er að vænta varðandi afköst, getu og aksturseiginleika nýs Range Rover Sport.

Eins og kunnugt er hafa fyrri kynslóðir Range Rover Sport marga fjöruna sopið í ævintýralegum og ávallt árangursríkum heimsmetstilraunum á borð við akstur á aðeins rúmum 12,5 mínútum upp hina snarbröttu leið á Pikes Peak í Colorado sem er 4,5 km löng með alls 156 kröppum beygjum.

Einnig mætti nefna hraðakstur á 416 hestafla Range Rover Sport upp Tianmen fjallgarðinn í Kína 2018, á leið sem kölluð er Drekaslóð, enda um 99 krappar beygjur að fara uns komið var að lokakaflanum sem voru upp 999 þrep í 45 gráðu halla að Himnahliðinu.

image

Ljósmynd/LandRover.com

Bíl hafði þá aldrei verið ekið upp þrepin áður. Það verður því spennandi að fylgjast með á YouTube hvaða íslenska ævintýri framleiðandinn hyggst bjóða áhorfendum við frumsýningu þriðju kynslóðar Range Rover Sport sem hefst kl. 20 næstkomandi þriðjudagskvöld, 10. maí.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is