Rivian í viðræðum um verksmiðju á Bretlandi

Þetta sprotafyrirtæki á sviði rafbíla sem er stutt af Amazon horfir einnig til Þýskalands og Hollands.

Rivian Automotive, sprotafyrirtæki á sviði rafbíla með stuðningi Amazon og Ford Motor, á í viðræðum við bresk stjórnvöld um að byggja fyrstu framleiðsluverksmiðju sína utan Bandaríkjanna nálægt ensku borginni Bristol, að því er Sky News greindi frá.

Fjárfestingin myndi líklega fela í sér stóran ríkisstuðningspakka, en Bretland stendur frammi fyrir samkeppni frá Þýskalandi og Hollandi um verksmiðjuna, að sögn Sky.

Rivian, sem er hugsanlegur keppinautur við Tesla, sagðist í þessum mánuði búast við því að hefja fyrstu afhendingu R1T pallbílsins í september og R1S jeppans í haust.

image

Rivian R1T rafmagnspallbíllinn var sýndur á viðburði í Mill Valley, Kaliforníu, 25. janúar 2020.

Viðræður við bresk stjórnvöld eru á frumstigi og fjárfesting gæti verið meira en 1 milljarðs punda virði, sagði Sky.

Boris Johnson forsætisráðherra hefur sýnt mikinn áhuga á framvindu viðræðnanna, þó að þær séu ekki enn komnar á hærra stig, að því er Sky greindi frá. Að laða að umhverfisvæna fjárfestingu í Bretlandi er lykilatriði í áætlun Johnson fyrir Bretland eftir Brexit og stefnu hans í loftslagsmálum.

Svæðið sem um ræðir heitir Gravity, nálægt Bristol, suðvesturhluta Englands, hefur verið skilgreint af Rivian sem hugsanlega staðsetning fyrir nýju verksmiðjuna, sagði Sky.

Deild breska viðskiptaráðuneytisins, á sviði orku og iðnaðarstefnu (BEIS) neitaði að tjá sig um „einstakar fjárfestingar“. Það sagði í yfirlýsingu: "Á meðan við erum að vinna að því að laða að fjárfestingu inn í Bretland til að flýta fyrir vexti nýrra atvinnugreina getum við ekki tjáð okkur um vangaveltur um einstakar fjárfestingar."

(Bloomberg / REUTERS)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is