Hyundai afhjúpar næstu kynslóð Tucson

TOKYO - Næsta kynslóð Tucson - „crossover“-bíls Hyundai mun vera með yfirbragði nýrrar hönnunar, sérstæðan miðjustokk og tvo valkosti á hjólhafi, stuttan og langan.

image

Hyundai kallar það „framúrstefnulegt „Parametric Dynamics“ hönnunarþema.“

„Við viljum að viðskiptavinir okkar finni fyrir breytingu“, sagði SangYup Lee, yfirforstjóri og yfirmaður alþjóðlegrar hönnunar Hyundai, í yfirlýsingu. "Með nýjum Tucson kynnum við fullkomna þróun hans og skýra yfirlýsingu um óstöðvandi skriðþunga Hyundai."

Tveir valkostir á hjólhafi – aðeins styttri gerðin seld í Evrópu

Hyundai sagði að fjórða kynslóðin af Tucson verði fyrsti bíllinn í minni hluta sportjeppanna sem boðið er upp á með tveimur valkostum fyrir hjólhaf. Annar eða báðir kostirnir verða í boði, en það fer eftir markaðssetningu.

Aðeins styttri gerðin með fimm sætum verður seld í Evrópu.

image

(Frá 2013 til 2018 seldi Hyundai tvær útgáfur af millistærðarbílnum - tveggja sætaraða Santa Fe Sport og þriggja sætaraða Santa Fe.)

Eftirspurnin lækkaði um 41 prósent í 50.092 út júlí 2020 og gerði Tucson að söluhæstu gerðinni í evrópsku framboði Hyundai á eftir litla sportjeppanum Kona.

Tucson var í fimmta sæti í sínum stærðarflokki í Evrópu á fyrri helmingi ársins á eftir Volkswagen Tiguan, Nissan Qashqai, Peugeot 3008 og Toyota C-HR, að sögn JATO.

Uppfærði Tucson er stærri og breiðari en útgáfan sem nú hættir. Löng vélarhlíf og stutt yfirhang búa til svipað útlit og á coupé-bíl. Hönnuðir stefndu að stífu, sportlegu útliti.

Að innan fær Tucson áberandi miðjustokk með stórum stafrænum snertiskjá. Hyundai segir stokkinn með skjánum síga niður frá mælaborðinu eins og „voldugan foss“. Fyrirtækið hætti einnig með hefðbundna þyrpingu mæla og færði skjá ökumanns neðar.

Heimsfrumsýning á netinu 15. september

Hyundai mun afhjúpa næstu kynslóð Tucson að fullu á heimsfrumsýningu 15. september á netinu.

image

Búist er við að þessi endurhannaði „crossover“ komi á markað í Bandaríkjunum á næsta ári fyrir árið 2022. Blendingsútgáfa gæti einnig verið í pípunum þar sem Hyundai færir sig í áttina að frekari rafvæðingu yfir alla línuna.

Afgreiðslu á þessum nýja sportjeppa í Evrópu mun hefjast seint á árinu 2020. Hyundai mun einnig bjóða tengitvinnútgáfur sem hluta af þrýstingi bílaframleiðandans til að rafvæða framboðið enn frekar. Núverandi Tucson er fáanlegur í Evrópu sem mildur blendingur með 1,6 lítra dísilvél.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is