Nýi Tourneo Connect frá Ford er fyrsti bíllinn eftir tengingu fyrirtækisins við Volkswagen, þannig að nýi bíllinn deilir flestum íhlutum sínum með nýjasta Caddy

image

Tourneo Connect er fyrsti bíllinn sem verður til eftir tengingu atvinnubíladeildar Ford við Volkswagen sem mun brátt verða endurgoldin af næstu kynslóð Amarok pallbílsins, sem mun byggjast á sama grundvelli og væntanlegur arftaki Ford Ranger.

image

Í sölu snemma á næsta ári

Hinn nýi Ford Tourneo Connect mun fara í sölu snemma árs 2022 en búist er við að fyrstu afhendingar verði með vorinu. Verð á enn eftir að koma í ljós, þó Ford hafi staðfest að það verði val á fjórum stigum búnaðar; Trend, Titanium, Sport og Active.

Hvert búnaðarstig fær skartar sértækum útlitsbreytingum, en grunngerðin er búin gljáandi svörtu grilli og plasthjólkoppum. Títan gerðin er með krómaðri innréttingu með satín-áferð, skyggðum rúðum og 16 tommu álfelgum.

image

Sport-gerðin kemur með röndum á vélarhlíf, síðum vindkljúf að framan og 17 tommu álfelgum, en Active-gerðin með sínu „jeppaútliti“ fær grill með gatahólfum, eins konar undirvagnsvörn að framan og auka klæðningu á hjólbogum, hliðarsílsum og stuðara. Sú gerð fær einnig séstakar 17 tommu felgur.

Bæði lengra og styttra hjólhaf

Kaupendur munu einnig hafa val um bæði stutt og lengra hjólhaf. Sá fyrrnefndi hefur 2.600 lítra farangursrými að hámarki en sá síðarnefndi getur gleypt allt að 3.100 lítra (báðir með aftursætin fjarlægð). Þessi pörun er einnig með niðurfellanlegu farþegasæti sem gerir kleift að flytja allt að þriggja metra langa hluti inni í ökutækinu.

Mikið af aðstoðartækni

Það eru einnig hvorki fleiri né færri en 19 mismunandi gerðir af tæknbúnaðii til að aðstoða ökumenn. Staðalbúnaður felur í sér hraðastjórnun, aðstoð við að leggja í stæði, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, akreinaaðstoð og sjálfstæða neyðarhemlun, en kaupendur geta tilgreint atriði eins og aðlögunarhæfa hraðastjórnun, umferðarmerkjalesara og virka aðstoð við að leggja í stæði sem aukabúnað.

image

Kaupendur Tourneo munu hafa val um bensínvél og tvær dísilvélar sem allar koma úr frá Volkswagen. Bensínvalkosturinn er 1,5 lítra fjögurra strokka vél með 113 hestöfl og 220 Nm tog. Sú vél er pöruð við sex gíra beinskiptan gírkassa sem staðalbúnað, þó að sjö gíra sjálfskipting verði fáanleg sem aukabúnaður.

Dísilvélarnar tvær eru byggðar á sömu 2,0 lítra fjögurra strokka vélinni. Ódýrari gerðin er með 110 hö og 280 Nm af togi, en betur búna útgáfan er með 120 hö og 320Nm togi.

image

Ford segir að báðir bílarnir eyði um 4,8 lítrum á hundraðið með beinskiptum gírkassa. Með 120 hestafla vélinni er eyðslan sögð vera að hámarki 5,1 lítri á hundraðið með sjálfskiptingunni, en fer í 5.3 lítra þegar vélin er tengd fjórhjóladrifskerfinu.

(byggt á vef Ford og vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is