Sindratorfæran á Hellu er eins konar vorhátíð akstursíþróttafólks og allra þeirra sem kunna að meta góða skemmtun á hjólum. Rymjandi vélar, stórkostlegir ökumenn, dásamlegt fólk allt um kring og afl sem fær hörðustu nagla til að tárast af hamingju. Já, það veit eflaust sá sem allt veit og hinir líka!

image

Því miður bilaði myndavél undirritaðrar og minniskort hinnar vélarinnar reyndist gallað þannig að úrvalið er ekki mikið. Hér er Skúli Kristjánsson á Simba, Íslandsmeistari í torfæru 2021. Ljósmynd/Malín Brand

Í ár var Sindratorfæran tveggja daga keppni og fór hún fram um  síðustu helgi. Góð mæting var báða dagana og þar sem erfitt er að gera upp við sig hvar best er að byrja og hvar best er að enda í slíkri umfjöllun fæ ég að birta hér fyrir neðan úrval helgarinnar sem Jakob Cecil tók upp og hefur klippt til í tvö ljómandi fín myndbönd.

image

Þór Þormar Pálsson á Raptor. Ljósmynd/Óðinn Kári

Haukur Viðar Einarsson var í fyrsta sæti á Heklu og er bíllinn kominn með svaðalega vél sem er fleiri hestöfl en finnast í bílaflota meðalstórs íslensks bæjarfélags. Eða svona um það bil. Haukur á Heklu er einmitt á skjáskotinu (úr myndbandi Jakobs) hér efst.

Úrslit annararar umferðar:

1. Haukur Viðar Einarsson á Heklu

Og svo er það sunnudagurinn:

Fleira torfærutengt: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is