Rolls-Royce „fer varlega lengra í leit að algjörri fullkomnun“

Rolls-Royce Phantom uppfærður með endurgerðu grilli, felgum sem sækkja innblástur aftur til 1920 og sérsniðinni Phantom Platino útgáfu

Rolls-Royce hefur kynnt ýmsar uppfærslur fyrir Phantom-bílinn sem er sá best búni í framboði þeirra, sem gefur þessum ofurlúxusbíl létta endurbót.

image

Eins og þegar hefur sést á minni Rolls-Royce Ghost er grillið á Phantom nú upplýst og, með örlítilli breytingu á lögun grillsins, er Spirit of Ecstasy styttan á húddinu nú meira áberandi en áður.

Nú er einnig möguleiki nýju á grilli með dökkri umgjörð, þar sem liturinn nær áfram upp eftir vélarhlífinni og endar á dökkum ramma umhverfis framrúðuna (eins og sést vel á myndinni efst í greininni). Rolls-Royce segir að koma þessa valkosts á því sem fyrirtækið kallar Phantom Series II sé svar við óskum viðskiptavina.

Það er nú líka lína af fáguðu áli sem tengir sjónrænt tvö dagljós þvert yfir grillið (efst).

image

Framljósin innihalda stjörnulaga leysisskorin mótíf til að gefa bílnum sýnilegra yfirbragð á nóttunni og einnig til að undirstrika sjónræna tilvísun í innréttinguna, sem hefur innbyggða strengi af LED ljósum sem kvikna eftir að myrkur er komið til að gefa tilfinningu fyrir næturhimni — eflaust fínt fyrir þá sem vilja horfa upp úr aftursætum sem halla má aftur.

image

Kannski er mest áberandi hluti Phantom (eftir andlitslyftuna) nýju felgusettin tvö, sérstaklega 22 tommu disklaga útgáfurnar sem eru sækja innblástur aftur til 1910 og 20 tommur, og sem eru fáanlegar annað hvort í fáguðu ryðfríu stáli eða lakkaðri svarti áferð.

Annað felgusett nær samtímanum er einnig valkostur, aftur gert úr ryðfríu stáli en mótað með rúmfræðilegum þríhyrndum útskurði.

Rolls-Royce Bespoke er sérsmíðadeild fyrirtækisins sem sérhæfir sig í einstökum, litlum og takmörkuðum verkefnum.

image

Fyrir Phantom Series II hefur Bespoke búið til Phantom Platino í takmörkuðu upplagi. Í þeirri útfærslu eru aftursætin úr blöndu af hvítu silki og slitsterku efni úr bambustrefjum.

image

Yfirborðið (þar á meðal armpúðarnir) er útsaumað með óhlutbundinni útfærslu á Spirit of Ecstasy; hönnun sem birtist einnig að framan, umhverfis klukkuna á mælaborði Platino.

image

Og að sjálfsögðu er barinn innan seilingar hjá þeim sem láta fara vel um sig í aftursætunum.

Forstjóri Rolls-Royce, Torsten Müller-Ötvös sagði: „Við erum mjög meðvituð um álit viðskiptavina okkar fyrir og ást þeirra á Phantom-bílunum sínum.

Þeim fannst ekki hægt að bæta bílinn; en þó við virðum þá skoðun náttúrulega, teljum við að það sé alltaf mögulegt, reyndar nauðsynlegt, að ganga varlega lengra í leit okkar að algjörri fullkomnun.

(grein á vef Sunday Times – myndir Rolls Royce)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is