Það er nú það. Í það minnsta getur það lengst. PT Cruiser hefur af mörgum verið talinn með óheppilegri bílum hvað hönnun og hinn sýnilega hluta bílsins snertir. „Ljótur“ er það orð sem oft hefur heyrst í sömu andrá og PT Cruiser hefur verið nefndur.

image

Í gær deildi einhver þessari mynd á Reddit:

image

Kom mér nokkuð á óvart að í umræðuþræði undir myndinni voru nokkrir á því að í fyrsta skipti þætti þeim PT Cruiser ekki ljótur. Þegar hann var orðinn lengri.

Spes!

Örþrifaráð eða eitthvað enn verra?

Þetta fékk mig til að hugsa um nokkuð sem er voðalega ljótt. Hvað þá?

Jú, fleiri PT Cruiser-a.

Dæmið hér að ofan er eitt af mörgum um til hvaða örþrifaráða mannfólkið hefur gripið í þeirri áhugaverðu viðleitni að reyna að fegra PT Cruiser. Það er sérstakt hve mörg dæmi eru um slíkt.

image

Hann hefur ekki komist ofan í...

image
image

Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að sú er þetta skrifar hefur eitt sinn ekið PT Cruiser. Það var þegar bíllinn var tiltölulega nýkominn á markað í Ameríku og þar var ég einmitt stödd. Fólk hafði sennilega ekki myndað sér skoðun á bílnum og var mikið glápt. Á bílinn, ekki mig.

Þetta kom nú eingöngu til af því að þessi tiltekni bíll var sá eini sem eftir var á bílaleigunni þann daginn og því ekki um neitt að velja.

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Og að lokum ...

image

Myndirnar eru flestar fengnar gegnum Pinetrest og því erfitt að geta ljósmyndara. Enn erfiðara er að geta eigenda bílanna, enda fara þeir sennilega flestir huldu höfði. Eðli máls samkvæmt.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is