Kvartmilljón manna hefur brugðist við færslu Kimi Raikkonen á Instagram frá því í gær en þar segir hann í eins fáum orðum og hægt er að hann sé á leið til keppni á nýjan leik: „We are racing again.“

image

Kimi keppir fyrir Trackhouse í ágúst. Mynd/Instagram

Fyrrum formúluökumaðurinn Kimi Raikkonen hefur aldrei verið maður margra orða og það er nú eitt af karaktereinkennunum sem svo margir kunna vel að meta í fari þessa óhemjuvinsæla ökumanns. „We are racing again“ segir allt sem segja þarf þegar Nascar, Team Trackhouse og th_project91 eru merkt í færslunni.

NASCAR í ágúst

Kimi mun sem sagt keppa fyrir Trackhouse Racing team in a NASCAR keppni í Watkins Glen ásamt liðsfélögunum Daniel Suarez og Ross Chastain.

image

Ekki er langt síðan Kimi minntist á þátttöku í  NASCAR en hvar og hvenær lá þó ekki fyrir. Nú er ljóst að þetta verður þann 21. ágúst á kappakstursbrautinni Watkins Glen International í New York.

image

Keppnisbíllinn er Chevrolet Camaro ZL1 1LE og verður þetta fyrsti kappakstur Kimis eftir að hann hætti í Formúlu 1 á síðasta ári. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann kemur nálægt NASCAR því hann keppti í NASCAR Nationwide og Truck series sumarið 2011.

Fleiri greinar um Kimi Raikkonen: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is