Hugvekja, hrollvekja eða bara skoðun blaðamanns; skiptir ekki máli hvað það heitir. Hér þarf blaðamaður að tjá sig aðeins og það er nú aldeilis vel við hæfi á sunnudegi sem þessum.

Það eru töluverðar líkur á að sá hinn sami hefði verið stimplaður rafbílahatari, fordómafullur og einstrengingslegur olíubarón og allt það. Já, það eru líkur á því. Af hverju? Ég veit það ekki.

image

„Er þetta nú frétt?“ Mynd/Unsplash

Í gær birti undirrituð stutta grein og henni fylgdu tvö myndbönd. Annað sýndi brennandi rafbíl (Teslu) og fjallaði um mann sem braut hliðarrúðu til að komast út úr bílnum. Bíllinn læstist þegar eldurinn kom upp og vissi maðurinn ekki að í slíkum neyðartilvikum væri „trix“ til að opna dyrnar: Neyðaropnun.

image

Ég, sendiboðinn, í þungum þönkum. Ljósmynd/Ásgeir Ásgeirsson

Það hefur loðað við umfjöllun um boðbera tíðinda (ekki endilega válegra tíðinda heldur tíðinda almennt) að þeir eru sagðir ganga erinda einhverra. Þeir séu ekki boðberar eða sendiboðar heldur útsendarar.

Nei, það bara getur ekki verið að maður sé að koma boðum áleiðis án þess að annarlegar hvatir búi að baki. Eða hvað?

Þegar búið er að skjóta sendiboðann og bíllinn kannski brunninn og bílstjórinn með ætlum við þá að halda áfram að kasta grjótinu úr glerhúsinu? Eða er kannski tímabært að líta á sendiboðann og hugsa með sér að hann sé nú bara ágætur inn við beinið, blessaður? Já, jafnvel nauðsynlegur!

Góðar stundir.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is