Toyota stærsti bílaframleiðandi heims þriðja árið í röð

Toyota leiðir VW með yfir milljón bíla í sölu á heimsvísu

Afhendingar Toyota um allan heim drógust saman um 5,8% fyrstu fjóra mánuðina, en sala VW Group dróst saman um 26%.

Samkvæmt frétt frá Bloomberg lítur út fyrir að Toyota sé stærsti bílaframleiðandi heims þriðja árið í röð, eftir að hafa selt meira en milljón bíla umfram Volkswagen Group fram í apríl.

Þó að starfsemi beggja bílaframleiðenda í Kína hafi verið takmörkuð vegna lokunaraðgerða hefur Toyota tekist betur að takmarka tjónið.

Japanski framleiðandinn sagði á mánudag að afhending um heim allan hafi dregist saman um 5,8 prósent fyrstu fjóra mánuðina, en sala þýska keppinautarins dróst saman um 26 prósent.

Fyrirtækið setti met í framleiðslu bíla um allan heim þann mánuðinn.

VW hefur átt í erfiðleikum á þessu ári í Kína, stærsta markaðnum, þar sem afhendingarnar hafa dregist saman um 30 prósent fram í apríl.

image

(Automotive News Europe og Bloomberg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is