Í byrjun apríl fyrir tæplega sextíu árum fór skröltandi grár Ferguson traktor um götur Reykjavíkur. Hvort traktorinn eða kerran sem hann dró, vakti meiri athygli borgarbúa sem spókuðu sig í blíðunni þennan sunnudaginn, er ekki gott að segja en hvort tveggja vakti athygli.

Tiktúrur í traktornum

Morgunblaðið birti dálitla umfjöllun um þetta uppátæki skátanna en sem fyrr segir vakti traktorstúrinn um bæinn á sunnudegi nokkra athygli. Það fór síður en svo lítið fyrir hersingunni en til þess var leikurinn jú gerður. Athygli fólks var vakin á happdrætti skátanna og „lengsta miða landsins“.  

image

Það fór víst nokkuð fyrir ungu skátunum sem seldu happdrættismiðana. Leikurinn var nú líka gerður til þess að vekja athygli fólks. Myndin fylgdi greininni sem birtist í Morgunblaðinu 7. apríl 1965.

Blaðamaður greip tækifærið þegar traktorinn staðnæmdist við umferðarljós og náði hann þá tali af unga manninum með gjallarhornið. Það var Friðrik Sophusson.

image

Friðrik Sophusson með gjallarhornið við heyvagninn. Heyvagninn var festur aftan í gamlan Ferguson sem ungu skátarnir notuðu við sölu happdrættismiðanna. Myndin er úr greininni sem hér er stuðst við.  

Allur gangur fjaraði úr traktornum

Friðrik hélt frásögninni áfram og sagði: „En ekki var öll nótt úti enn [...] því að stuttu síðar tók Gráni aðra sótt og fékk hóstakviðu svo mikla, að um síðir fjaraði allur gangur úr honum. Við brugðum skjótt við eins og fyrri daginn, enda kjörorð okkar skáta „Ávallt viðbúnir"; við bönkuðum utan vélarhúsið, könnuðum benzínforðann, sem reyndist þó nægur og reyndum með öllum ráðum að grafast fyrir um orsakir þessa skyndilega sjúkdóms.“

Ekkert gekk og var útlitið á þessum tímapunkti hreint ekki gott. Þá barst hjálp úr óvæntri átt:

„Þegar við svo um síðir vorum orðnir alveg ráðþrota, dettur þá ekki niður úr skýjunum fimm ára snáði, sem segir við okkur: „Það er bara karbaratorinn". Sá stutti sagðist hafa verið í sveitinni hjá frænda sínum og hafði þessi læknisráð frá honum. Voru nú hendur látnar standa fram úr ermum og blöndungurinn hreinsaður með þeim árangri, að líf færðist aftur í Grána,“ sagði Friðrik sem virðist hafa verið býsna skrafhreifinn og lék á alls oddi í viðtalinu.

Volkswagen á eftir skátunum

Því næst greindi Friðrik frá því að Volkswagenbifreið hafi veitt heykerrunni eftirför:

Braggana burt

Ekki kom fram hve langur happdrættismiðinn var né heldur hve mikið hver miði kostaði. Aðalatriðið kom þó fram í lok greinarinnar sem birtist í blaðinu í apríl 1965 en þá var Friðrik spurður hvernig skátarnir hygðust verja því fé, sem happdrættið gæfi „í aðra hönd“ eins og það var orðað. Svarið var nokkuð langt en of skemmtilegt til að stytta það. Hér er svar hins unga Friðriks Sophussonar:

Fleira íslenskt og bílatengt frá svipuðum tíma: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is