Þegar rúðuþurrkur komu á bíla

Það er svo margt sem við hugsum aldrei um, og tökum sem sjálfsögðum hlut; til dæmis að þegar það er rigning eða snjókoma munu rúðuþurrkurnar halda framrúðunni nægilega hreinni til að við getum haldið áfram að keyra. En rúðuþurrkur voru ekki alltaf til staðar. Fyrstu ökutækin voru ekki með þær. Þegar öllu er á botninn hvolft, ef hestvagninn þurfti ekki á þeim að halda, hvers vegna þá hestlausir vagnar?

image

Sumir gömlu bílanna voru með virka þurrku fyrir framan ökumanninn, en þurrkuarm með handfangi fyrir framan farþegasætið sem snúa þurfti með handafli.

Í upphafi bílaaldar reyndu menn ýmislegt til að halda útsýni fram á veginn, en auðvitað tókst það misjafnlega og sögur eru af því að bílar lentu í óhöppum vegna lélegs útsýnis fram á veginn.

Fyrstu uppfinningarnar

Fyrsti þekkti uppfinningamaður raunverulegrar framrúðuþurrku var írskur uppfinningamaður. J. H. Apjohn hét hann og árið 1903 þróaði hann aðferð sem hann sótti um einkaleyfi á í Englandi til að færa tvo bursta yfir rúðuna til að hreinsa framrúðuna. Eins og svo oft gerist, var annar uppfinningamaður að vinna að lausn um svipað leyti og það í Ameríku. Mary Anderson hét hún og hún kom frá Alabama. Í heimsókn til New York borgar árið 1902 horfði hún á stjórnanda sporvagns berjast við að halda framrúðunni hreinni í slydduhríð. Vagnstjórinn gerði þetta aftur og aftur og var orðinn kaldur og rennblautur þegar hann stöðvaði vagninn til að hreinsa glerið.

Hugvitssamleg uppfinning hennar var fyrirhuguð fyrir Ford Model T og bílar voru ekki enn svo algengir.

Margir þeirra bíla sem voru framleiddir voru enn ekki með framrúðu og ökumenn gátu bara skilið bíla sína eftir undir þaki þangað til óveðrið gekk yfir. Árið 1916 var uppfinningin þó fáanleg í öllum ökutækjum sem smíðuð voru í Bandaríkjunum.

image

Mary Anderson og teikningar af fyrstu hugmyndum hennar um rúðuþurrkur frá árinu 1902, töluvert áður en raunveruleg „bílaöld“ gekk í garð.

Fyrsta sjálfvirka rúðuþurrkan

Árið 1917 fann Charlotte Bridgewood upp fyrstu rafdrifnu rúðuþurrkuna og fékk einkaleyfi á henni. Þessi lausn náði þó ekki viðskiptalegum árangri. Flestir ökumenn þurftu samt að stýra og skipta með annarri hendi á meðan þeir stjórnuðu rúðuþurrkunum með hinni. Með því að átta sig á eðlislægri hættu í þessari framkvæmd komu aðrir uppfinningamenn fram með vélknúnar lausnir.

Oishei var með einkaleyfi á tækinu og stofnaði árið 1917 Tri-Continental Corporation (síðar þekkt sem Trico) til að framleiða rúðuþurrkur.

image

Þessi teikning frá Trico sýnir hvernig bílrúður voru tvískiptar og þurrkubúnaðinum var komið fyrir á milli þeirra og þurrkublaðinu síðan rennt fram og til baka til að þurrka rúðuna. „Hún rennur í raufinni“ sögðu menn hjá Trico í auglýsingunni.

Þurrkur byggðar á sogi bílvélarinnar

Árið 1921 fékk bandaríski uppfinningamaðurinn William Folberth einkaleyfi á sogstýrðri þurrku sem keyrð var með sogi frá soggrein vélarinnar. Virknin var svolítið vandamál því að þurrkuhraðinn fór eftir ökulagi bílsins. Þegar stigið var á inngjöfina féll sogkrafturinn og þurrkan hægði á sér eða stoppaði að öllu leyti.

Engu að síður keypti Trico, fyrirtæki Folberth árið 1925 fyrir 1 milljón dala ódýrt kerfi sem byggði á sogkraftinum. Það var notað víða og með óbreyttri notkun í mörg ár.

image

Hér má sjá eina eldri gerð: Einn mótor í miðju er tengdur við paraða þurrkuarma til hvorrar hliðar.

Á bílum, sem smíðaðir voru fyrir 1920, voru flestar rúðuþurrkur paraðar saman og festar við efri brún framrúðunnar. Cadillac kynnti sogdrifnar rúðuþurrkur á árunum um 1920 og aðrir framleiðendur fylgdu fljótt í kjölfarið. Henry Ford, sem var mjög þrjóskur þegar kom að því að bæta nýjum „græjum“ við bíla, sá ljósið eftir að sölumaður Trico setti upp handstýrða þurrku á einkabíl Ford.

Síðari hluta sjötta áratugarins var önnur nýjung kynnt þar sem ökumaður gat ýtt á þvottahnappinn og virkjað rúðuþurrkurnar í nokkrar sveiflur yfir framrúðuna. Nú á dögum er það gert með sjálfvirkum tímamæli.

Tímastilltar rúðuþurrkur með biðrofa

Robert Kearns, verkfræðiprófessor, veitti því athygli að maðurinn blikkar augunum aðeins á nokkurra sekúndna fresti en ekki stöðugt. Í því samhengi kviknaði hugmyndin að rúðuþurrku sem fari í gang með hléum. Hann setti frumgerð af þessari hugmynd sinni á Ford Galaxie bíl sínum árið 1962. Árið 1963 sýndi hann Ford kerfið og vonaði að þeir fengju leyfi fyrir tækni hans (sem fékk einkaleyfi 1967) sem gerði ökumönnum kleift að velja á milli tveggja stillinga. Í staðinn kom Ford með sína eigin útgáfu af þurrkum með hléum 1969, ákvörðun sem pirraði Kearns og leiddi til þess að hann höfðaði dómsmál (byggt á einkaleyfi) gegn þeim og öðrum bílaframleiðendum sem fylgdu forystu þeirra.

Gerð var kvikmynd „Flash of Genius“ árið 2008 lýsti því, hvernig eftir margra ára málaferli og þátttöku fjölmargra lögmannsstofa, lögðu alríkisdómnefndir skaðabætur á Ford upp á rúmlega 10 milljónir dollara vegna óviljandi einkaleyfisbrota og Chrysler u.þ.b. 19 milljónir dollara í skaðabætur.

Málum sem gegn öðrum bílaframleiðendum var þó vísað frá, eftir að Kearns, sem kaus að halda áfram á eigin vegum, missti af mörgum umsóknarfrestum vegna þeirra mála.

Þurrkur á framljós

Árið 1970 kynnti Saab framljósaþurrkur og Citroen kom með þurrkur sem skynjuðu rigninguna. Hvernig vissu þessar þurrkur hvenær átti að þurrka? Búnaður mældi viðnám þurrkunnar í fyrstu umferðinni; lítilsháttar viðnám þýddi að framrúðan var tiltölulega þurr en meira viðnam benti til meiri raka. Á tíunda áratugnum gátu innrauðir örnemar, innbyggðir í framrúðuna, skynjað rigningu og ákvarðað hraða og tíðni á þurrkunum.

Cadillac kynnti þessa skynjara fyrir þurrkur árið 1996 en þær eru nú fáanlegar á mörgum öðrum tegundum og gerðum.

image

Góð rúðuþurrka er eitt veigamesta öryggistæki bílsins, því með góðri yfirsýn fram á veginn í úrkomu er hægt að auka öryggið í akstrinum verulega.

Hafa aukið öryggi

Það er óumdeilt að elsta þurrkutæknin, þó hún hafi verið tiltölulega frumstæð, hafi aukið öryggi ökutækisins umtalsvert. Með tímanum og frekari þróun rafrænna græja birtust rúðuþurrkur bæði á fram- og afturrúðum og einnig á framljósum. Frá þeim tíma þegar ökumenn þurftu að muna eftir því að koma með eitthvað til að þurrka af rúðunum höfum við nú framrúður með innbyggðum skynjara sem þurfa ekki á okkur að halda til að ýta á hnappinn til að hafa hreinar framrúður.

Nú getum við bara tekið því sem sjálfsögðum hlut að þurrkur, sem ekki eru lengur valfrjáls búnaður, verði til staðar þegar við þurfum á þeim að halda.

[Birtist fyrst í maí 2020]

Þessu tengt:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is