Nokkrar íslenskar bílaskopsögur

Halldór Laxness, Óli Ket, Egill Vilhjálmsson og Einar Ben eru á meðal þeirra sem til eru um skemmtilegar bílaskopsögur í ritinu Íslenzk fyndni. Íslenzk fyndni kom út á árunum 1933 til 1961 og eru tölublöðin 25 talsins. Hér eru nokkrar vel valdar sögur!

Fyrstu tvær sögurnar birtust í hefti ársins 1955. Í þeirri fyrri er enginn nafngreindur en hér er hún (orðrétt og stafsetningin er vissulega óbreytt):

Veiðimaður nokkur var á gangi á Skeiðaveginum. Bíll með tóma líkkistu ók fram á hann, og fékk maðurinn leyfi til að standa aftan á bílnum. Nú fer að rigna, og fer veiðimaðurinn þá niður í kistuna og setur lokið yfir sig. Nú ber svo við, að bílstjórinn tekur annan vegfaranda upp af götu sinni, og fer hann upp á pallinn. Skömmu síðar stanzar bíllinn. Þá lyftir veiðimaðurinn upp kistulokinu og segir: „Er hann hættur að rigna?“ Hinum farþeganum bregður svo við, að hann rekur upp óp og stekkur á bólakaf út í skurð við veginn.

image

Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri Reykjavíkurbæjar, var að undirbúa virkjunina við Ljósafoss í Soginu. Útlendur verkfræðingur kom þá til landsins að vetrarlagi og vildi sjá aðstæður þar eystra. Steingrímur tók leigubíl, og óku þeir verkfræðingarnir austur að Kárastöðum í Þingvallasveit. Þingvallavatn var á ís, og fór Steingrímur þess á leit við bílstjórann, að hann æki þeim eftir vatninu niður að Sogi. Bílstjórinn hikaði við, en spurði svo: „En segið þér mér eitt, rafmagnsstjóri. Ætlið þér að borga, ef illa fer?“ „Já“, sagði Steingrímur, „ef þér komið með reikninginn“.

Næsta saga er úr hefti ársins 1956, þ.e. ári eftir að Laxness fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Halldór Kiljan Laxness ók bíl sínum um fjölfarinn veg. Þá kom á móti honum annar bíll, sem var svo frekur á veginum, að Halldór varð að hrökklast út af til þess að komast hjá árekstri. Báðir námu staðar. Halldór steig út úr bílnum, hneigði sig hæversklega fyrir hinum bílstjóranum og sagði: „Er það nokkuð fleira, sem ég get gert fyrir yður?“

image

„Er það nokkuð fleira, sem ég get gert fyrir yður?“

Ólafur Ketilsson, eða Óli Ket, var einhver þekktasti rútubílstjóri Íslands og eru margar skemmtilegar sögur til af honum. Sagan sem birtist í Íslenskri fyndni árið 1958 er sennilega ein af þeim þekktari en hér er hún:

Í lokin koma svo þrjár út hefti ársins 1960 og fylgir þessi skemmtilega teikning þeirri fyrstu:

image

Bílstjóri einn ók á gamlan mann á mjóum vegi, og valt þá bíllinn um leið út í blautan skurð. Bílstjórinn skammar nú gamla manninn óbótaskömmum fyrir það að vera í vegi fyrir sér. Gamli maðurinn þegir lengi, þangað til hann segir með mestu hógværð: „Já, það var náttúrlega hugsunarleysi af mér að ganga ekki niðri í skurðinum.“

Fleiri kostuglegir íslenskir ökumenn:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is