Það hefði verið afleit hugmynd að hafa þennan mann í rannsóknardeild lögreglunnar. Svo ekki sé minnst á fíkniefnabrotadeildina. Nei, í umferðardeildinn í Indore á Indlandi er lögregluþjónninn Ranjeet Singh á réttri hillu.

Það er alla vega mat margra að þarna og einmitt þarna sé fjölin hans en Singh tekur ýmis dansspor á meðan hann stjórnar umferðinni.

Eða kannski væri réttara að orða það svo að hann stjórni umferðinni með danssporum. Sjálfur segist Singh nota spor á borð við hið fræga „Moonwalk“ því það hjálpi vegfarendum að fylgja umferðarreglunum. Ekki veit ég nú með það, en eitt er víst og það er að Singh (sem hlýtur að syngja dálítið líka) er vel þekktur á Indlandi og vinsæll mjög.

Fleira tengt laganna vörðum: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is