Fimmtíu manns vörðu heilum mánuði hér á landi á vegum Lamborghini í miklu ævintýri: „Esperienza Avventura“. Í gær voru myndir úr þessu ævintýralega ferðalagi fyrst birtar á veraldarvefnum. Myndirnar eru stórkostlegar!

image

Ellefu Lamborghini Urus, fimmtíu viðskiptavinir og rúmlega fimm þúsund kílómetra ferðalag undir yfirskriftinni „Esperienza Avventura“ eða Ævintýraupplifun (eða eitthvað í þá veru).  Þetta var ferð til Íslands.

image

Lamborghini skipulagði ferðina fyrir þá viðskiptavini sem vildu upplifa almennilegt ævintýri í umhverfi þar sem allt, já allt, getur gerst! Velkomin til Íslands.

image

Daglega voru að meðaltali eknir um 300 kílómetrar.

image

Farið var eftir suðurströndinni, Reykjanesið skoðað og já, ætli við könnumst ekki flest við staðina út frá myndunum. Kannski óþarfi að tíunda nákvæmlega hvar ekið var.

image
image
image

Hér er m.a. fjallað um ferðina.

image

Og einnig má lesa um ferðina hér.

image
image
image

Nánari umfjöllun á síðu framleiðandans um Esperienza Avventura er að finna hér.

image

Þvílíkar myndir og þvílíkt landslag!

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Það er nokkuð skondið til þess að hugsa að hér á landi sé raunar enginn bíll til af þessari gerð. En þannig er það nú bara.

image
image
image
image

[Ljósmyndir: Lamborghini.com]

Fleiri fallegir bílar í íslensku umhverfi: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is